Gæðingamót Smára


Hestamannafélagið Smári mun halda sína árlegu gæðingakeppni þann 9. júní næstkomandi og að þessu sinni verður keppnin haldinn á velli félagsins í Torfdal á Flúðum. Keppt verður í barna- unglinga- og ungmennaflokki og í A og B flokki gæðinga.Einnig verður opin töltkeppni. Glæsileg verðlaun verða í boði. Í töltkeppninni verða peningaverðlaun í boði Búnaðarfélaga Gnúp, Hrun og Skeið. Í A og B flokki eru í verðlaun folatollar undir 1. verðlauna hesta og fyrir efstu sæti í barna- unglinga og ungmennaflokki gefur Baldvin og Þorvaldur glæsileg beislissett. Að auki verður að sjálfsögðu keppt um hina fornfrægu Hreppasvipu í A flokki og Smárabikarinn í B flokki.

Skráning verður dagana 5. og 6. júní frá kl. 20-23 í síma 866 6507 eða á netfangið birnustadir@emax.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala knapa ásamt nafni og IS númeri hests.

Skráningargjald greiðist við skráningu inn á reikning hestamannafélagsins 325-26-39003, kt.431088-1509. A og B flokkur ásamt töltkeppni kr. 2.500,- fyrsta skráning og kr. 1.500,- aðrar skráningar. Barna- unglinga- og ungmennaflokkar kr. 1.000,-

Fimmtudagskvöldið 7. Júní mun Hermann Þór Karlsson reiðkennari vera á vellinum á Flúðum frá kl 20 og leiðbeina þeim sem vilja, bæði börnum og fullorðnum, um fyrirkomulag keppninnar.
Dagsskrá og ráslistar munu birtast á netmiðlum föstudaginn 8. júní.

Vonumst við til að sjá sem flesta þennan dag.
Búið er að gera gangskör í laga svæðið, bæði velli og áhorfendabrekkur. Einnig mun Pizzavagninn verða á staðnum að vanda.

Allir að koma að horfa ég ættla að rusta þessari keppni ;'D nei djók ættlaði bara að setja þetta inn ásamt þvi að ég´ættlaði að seigja frá þvi að ég er aðfara nuna og taka svona törn rétt fyrir mót ;D fer með nýan hest svo þetta kemur vonandi vel ;D