Jæja…
Nú er ég í sveit og verð þar í allt sumar.
Mér var boðið í kaup 2 folöld, ein meri og ein hestur, eins vetra bæði tvö.

Ég hef ekki séð þau almennilega en merin er bleikálóttskjótt og hesturinn jarpskjóttur…

Merin er undan Herkúles frá Stóra Langadal, sem er undan Kolskegg frá Ásmundarstöðum.
HEfur eitthver reynslu af afkvæmum og afabörnum Kolskeggs? Ef svo er, hvernig eru hrossin?

Svo er hesturinn, eins og áður hefur komið fram, jarpskjóttur. Það er ekki vitað með vissu hver faðirinn er þar sem hann var slysafang.

Þau segja að merina verði eflaust rosalega rúm, þar sem faðir hennar, Herkúles er ofsalega rúmur.
Þau segja með þann jarpskjótta að hann verði örugglega fínn reiðhesturi, hann fer um á öllum gangi og er voðalega snotur að sjá.

En þetta er einungis það sem þau segja, ég hef aldrei séð folöldin, en ég vonast til að geta séð þau seinna í sumar, þar sem mig langar svolítið í folald/folöld, sem ég get svo tamið sjálf í framtiðinni.

Ég var að hugsa, hvað ykkur finnst kæru hugarar?

Ætti ég að hafna þessum tveimur folöldum í kaup eða ætti ég að skella mér á þau?