Margt hestafólk hefur dottið af baki. Margir missa gjörsamlega allan kjark og jafna sig aldrei aftur. En samt sem áður eru fleiru hestafólk sem sest aftur á bak eftir að hafa oltið/kastað/hennt af baki. T.d Páll Bragi og hinn frægi reiðkappi Lorenzo duttu báðir af baki í Rússlandi. Báðir stóðu þeir upp og veifuðu til áhorfenda.

Mörg hestaslys hafa orðið á árinu. Hefur þú lennt í eitthverju hestaslysi á þínu æviskeiði ? Ef svo er villtu kannski segja okkur frá því ?

Ég sjálf var í útreiðartúr síðastliðinn Janúar og merinn sem ég var á hennti mér af. Ég né ekki góðu sambandi við þessa hryssu. Mér líkar hana ekki og hún hatar mig. Og þannig endaði þetta að hún hennti mér af. Hún hafði reynt það í tvö ár en alldrei getað það fyrr en á þessum degi. Hún var eins og villtur foli sem ný búið var að ná. hún trylltist bara. Ég hef unnið með þessari meri í tvö ár núna og ég er enn að vinna í henni. Samt sem áður né ég ekki sambandi við hana hún hunsar mig sama hvað ég reyni.

Hvað með ykkur ?

Linkur á þetta með Páll braga og Lorenzo..

http://hestafrettir.is/news.asp?Skoda=Article&ID=2661



Bætt við 13. maí 2007 - 18:52
Það er villa hérna :S Ég né ekki góðu sambandi við þessa hryssu. Mér líkar hana ekki og hún hatar mig

Rétta setnigin. : Ég náði ekki góðu sambandi við merina. Mér líkaði ekki vel við hana og hún hataði mig.

ÞEtta er allt annað í dag, eftir margar góðar tamningaraðferðir ;).. En hún hunsar mig aðeins ennþá… hahaa
— Lilje