Jæja nú fer að styttast í það að við förum að sækja hestana okkar sem eru í tamningu, þeir eru að vera búin að vera þarna í nærðum því einn mánuð og allt gengur vel, einnig erum við að fara með 2 aðra hesta í tamningu í leiðini, um að gera að fara að temja öll þessi trippi okkar :P.
Hrissan er mikill töltari og ekki nett rosalega mikið fyrir að brokkan en gerir það semt sem áður og er rosalega mjúk á öllum göngum, hún er búin að vera rosalega þýð og góð og eingin kergja og ekki neitt nema hvað jú hún er með tungubasl (er ekki alveg viss hvernig þetta er skrifað), annars á öllu öðru leiti æðinsleg í alla staði og fer nú að vera tilbúin.
Klárin (skrifaði kork um að hann væri að fara í tamningu fyrir um það bil mánuði) er pínu kargur fyrst til að byrja með en svo þegar hann er komin á stað er hann bara yndislegar hann er pínu grófgengur en ekkert til að hvarta um það er talið að hann eigi eftir að mýkjast með tímanaum (það er talið að hann sé þungstígur útaf kergjuni), hann töltir rosalega mikið og þar að meðal rosalega vel eins og hrissan, hann hefur allar gangtegundir sem er reyndar bara betra að mínu mati.
Nú er ekkert annað hægt að gera en að hafa þau bara í góðri þjálfun ef maður vill að þau verða góð reiðhross og aldrei að vita nema að maður selli sér kjansi í eina keppni eða svo bara til þess að fá mat frá öðrum hvernig hestarnir séu.
The carazed lesbian!