Jæja eins og þið vitið sem lásuð greinina mína um það þegar ég sótti hestana, þá tók ég inn báða hestana mína. Þeir munu vera 9 vetra og 5 vetra eða verða það í ár. Þessi 5 vetra er alveg ótaminn og var alveg brjálaður fyrst þegar við tókum hann inn, maður mátti ekki snerta hann, ekki kemba honum og hann vildi ekki láta teyma sig út úr kerruni.

Jæja þar sem þeir eru búnir að vera inná húsi í 1 viku og hvað 1 dag þá er þvílíkur munur á hestinum. Mér raunlega brá bara þegar ég kom uppí hesthús einn daginn þegar hann labbaði að mér og ég mátti klappa honum eins og ekkert væri, það má kemba honum og ég og pabbi höfum tekið báða hestana útí gerði og teymt þá þar sem eldri hesturinn er ekki full taminn. Svo um helgina var ég í Rvk með unglingastigi og á meðan tóku pabbi og vinur hans sem við erum hjá í hesthúsi og settu Gust á bás, sem gekk frábærlega.

En Gustur(5 vetra) elti mig nú bara útum allt í gerðinu og ætlum við að fara að járna hann og gera hann reiðfæran bráðlega, Tinni(9 vetra) það verður klárað að temja hann og svo farið að ríða á honum á fullu..

Takk fyrir mig. ;)