Jæja, þá var að koma í ljós að Eitill minn, nýji hesturinn minn sem reyndist svo hrekkjottur, er með svokallaðan streng, það var samt mjög spes hvernig það kom í ljós, það kom kona inn sem þekkti ekkert til hestsinns eða mín stoppaði og bennti á hestinn og sagðist næstum viss um að hesturinn væri með streng, maðurinn hennar labbaði svo upp að ljónstyggum hestinum(hann er ljónstyggur við ókunnuga) sem henntist til á básnum og þreifaði undir kvið á honum og sagði að hún hefði rétt fyrir sér.

Dýralæknirinn vill ekki skera hann upp fyrr en í vor svo hann verður að þola þetta svolítið lengur.

Í raun veit ég voða lítið um þetta eitthvað sem grær vitlaust saman eftir geldingu og því væri gaman að fá að vita eitthvað meira um þetta ef einhver veit, háir þetta hestinum mikið og við hvað, er vit í því að hreyfa hann eitthvað þangað til hann kemst í uppskurð við þessu eða er betra að láta hann standa? Hafiði verið með hest sem var með streng? Hvernig var hann fyrir og eftir aðgerð? Bara almenn forvitni í gangi.
-