Ég er með hest í þjálfun sem er frekar mikill asni, eða þannig… hann er rosalega viljugur, spenntur og kann ekki að stökkva… hann bara kýrstekkur, ástæðan fyrir því er að ég held að stökk hafi aldrei verið þjálfað meðan á tamningu stóð, ég hef heldur ekki mikið álit á tamningamanninum en hann þjálfaði hestinn þannig að hann fór 17 km túr bara algjörlega á tölti í hvert skipti sem hann fór á bak…

Svo ég var að pæla hvort þið hefðuð einhver ráð handa mér… ég þarf bæði að róa hestinn, lengja afturfótaspor og kenna honum að stökkva…
Með kveðju frá hestafríkinni…