Í sumar þá var ég hálf í sveit, eða þar eða segja fór ég þangað næstum á hverjum degi og fór á hestbak með vinkonu minni… en allt í lagi. Hesturinn sem ég var á er einhvað um svona 15 vetra, sirka… það var eini hesturinn sem mér var hleipt á (hefði nú alveg geta fengið yngri og ráðið við hann en samt..) en svo allt í einu í sumar þá byrjaði hann bara að stinga sér og prjóna alveg eins og sko bara 6 vetra hestur eða einhvað, hann hefur aldrey sínt neina hrekki fyrr en í sumar þá byrjaði hann að hrekkja mig einu sinni og svo bara byrjaði hann í reiðtúrnum rétt hjá húsunum og svo bara var meðaltalið svona 4 stungur og stökk í reiðtúrnum. á góðum degi þá var það bara 1-2 stungur.
Það er reyndar einn kostur við þetta, ég lærði að sitja hest þegar hann lætur verulega illa. svo einu sinni þá var ég að fara á bak og vinkona mín og bróðir hennar voru bara þarna hjá og svo bara allt í einu þá tók klárinn undir sig hausinn og jós alveg rosalega, ef ég hefði ekki brugðist hratt við þá hefði ég flogið á hausinn…
Hann gerði þetta bara um tíma við mig en svo byrjaði hann á þessu líka við bróðir vinkonu minnar. Og svo ætlaði enginn þarna á bænum að trúa okkur fyrr en við komum að húsinu og hann var ekki í góðu skapi, eg ætlaði inn í garðinn, sem er opinn ekkert hlið að fara í gegnum. þá bara fyrir framan á konunni sem trúði mér ekki prjónaði hann og skvetti rosalega… :/


hefur þetta gerst við einhvern annan en mig?

hvað gæti verið að hestinum?