Frumtamning
-Helgarnámskeið

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja læra að frumtemja sín tryppi og eiga nemendur að koma með lítið gert tryppi. Á námskeiðinu er farið yfir fyrstu handtökin þar sem lögð er áhersla á að vanda alla frumnálgun við hestinn. Hvernig knapinn kynnir sig fyrir hestinum, vinnur traust hans, kemur sér í stöðu leiðtogans í öllum samskiptum við hestinn og leggur þannig grunn að árangursríkri samvinnu manns og hests.
Helstu atriði sem farið verður yfir eru eftirfarandi en hluti af þeim gæti verið á formi sýnikennslu:
· Frjálst hlaup á hringnum
· Taumhringsvinna
· Hornstæður taumhringur
· Teymt á eftir og við hlið
· ,,Góði staðurinn”
· Virðing fyrir hliðartaum
· Farið á bak
· A-B æfingar, þ.e.a.s. þegar hvetjandi og hamlandi ábendingar eru kynntar fyrir hestinum á aðskilin hátt
· Frumtaumsamband og beygjuvinna
Í lok helgarinnar er vinna vetrarins með tryppið skipulögð.
Kennsla: Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari.
Tími: 26. – 28. janúar, mæting kl. 17:00 föstudaginn 26. og svo klukkan 09:00 laugardag og sunnudag.
Staður: Mið-Fossar í Borgarfirði
Verð: 28.900 kr.-

Nánari upplýsingar gefur Ásdís Helga Bjarnadóttir, hjá Endurmenntunardeild LbhÍ, í síma 433 5033/ 843 5308 og e-mail endurmenntun@lbhi.is.

Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 10.000.- kr (óafturkræft) á eftirfarandi reikning: 1103-26-4237 - kt. 411204-3590.

Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda. Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LBHÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LBHÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi. Ef biðlisti er á námskeiðinu, mun námskeiðsgjaldið innheimt að fullu.


Hvað finnst ykkur? Einhver sem hefur áhuga? Allavega ætla ég að skella mér ef ég fæ far með Stráksa minn, sem er nokkuð líklegt ;)

Eftir svarinu sem ég fékk var en eitthvað laust, svo það er en hægt að skrá sig!
-