Það má segja að þetta er einn af bestu dögum lífs míns hingað til. Ég héldi að þessi dagur yrði eins og allir aðrir venjulegjir dagar hjá mér. T.d fara í hesthúsið og skólan og allt svona.. Þegar við vorum kominn að hesthúsinu og vorum að fara úr bílnum réttir hún Bibi(hún er bara kölluð það) blað með mynd af folaldi.. Ég vissi strax að bibi ætlaði að gefa mér folaldið. Á blaðinu fylgdi texti.. Þar stóð að ég ætti núna Kvist frá Þúfu, tveggja vetra fola. Hann er svona ljósbrúnskjóttur með stjörnu á enni og lítla rák á nösinni, og sokka á öllum fótum.. Ótrúlega flottur litur. Stakkur frá Þúfu er faðir hans og móðirin er Ugla frá Skipanesi. Stakkur er geðveikur keppnishestur og hún Ugla er æðisleg hryssa, lyftir vel og er mjög flott móbrún meri. Það eru myndir af Stakki í myndum(hér á huga). Hann Kvistur verður hnakk vanin og beislis vaninn í sumar on hann verður taminn næsta vetur :D…

Kvistur frá Þúfu.

Faðir Kvist..Stakkur frá Þúfu. Systir hans er með 1.verðlaun.

Afi(faðir Stakks). Vængur frá Auðsholtshjáleigu.
Ætt Vængs.
F. Orri frá Þufu
FF Otur frá Sauðárkróki
Fm
Dama frá þúfu
Mor Rán frá Flugumýri
Mf Freyr frá Flugumýri
MM Ingu-skjóna frá Flugumýri

Mamma Stakks hún Brynja frá Feti. 1.verðlaun.
Faðir hennar er Haukur from Akurgerði.
Mamma hennar er Drangey, sem hefur gefið flott afkvæmi.

Móðir Kvist er Ugla frá Skipanesi. Í ætt hennar er hann Hrafn frá Holtsmúla og hann Ófeigur frá Hvanneyri.

Veit ekki mikið um ætt Uglu.


Og þetta er það sem ég veit um Kvist, ég fer í næstu viku og kíki á hann. Stakkur faðir hans er nú á húsi og er mjög flottur.

kveðja.Lilje





Bætt við 20. janúar 2007 - 12:28
Hérna er mynd af honum.

http://dyrarikid.is/gallery/MyndSkoda.aspx?M=157070

Ég get ekki sent mynd á huga.. Það er eitthvað bilað :S..
— Lilje