Eitt sem ég þoli ekki við að taka hestana á hús (ekki það að gallar yfirgnæfi eitthvað kostina, þvert á móti) er það að hann Ljúfur minn er alveg snillingur í að koma með einhverja svaka flækju í taglinu! Hann er reyndar með þannig tagl að það flækist mjög auðveldlega, svona liðað og snýst einhvern veginn upp á lokkana :P En við semsagt tókum á hús 1.jan og var minn ekki bara með eina RISA flækju, svo stóra að ef ég hefði klippt hana úr þá hefðu kannski svona 10 hár verið eftir.. hehe.. En mér tókst samt á 2 dögum, með hjálp frá miklu spreyji, járnkamb og mikilli þolinmæði frá okkur báðum að leysa hana í gær án þess að skera neitt úr henni, var ekkert smá stolt.. hehe :)
Ég held að það hafi varla liðið eitt ár þar sem ég hef ekki þurft að losa flækju úr taglinu á honum.. fyndið hvernig sumum tekst alltaf að flækja taglið meðan aðrir hafa aldrei gert það :P