Jæja, í morgun fékk ég eina frumlegustu vakninguna og í raun jólagjöfina í ár, það var bankað og sagt að við værum að fara að sækja hestana! og því ætla ég að segja ykkur aðeins frá þeirri ferð..

Þetta var bróðir minn sem var nú ekki alveg með það á hreinu að það væri hægara sagt en gert að renna bara eftir hestunum sí svona, hafði ekki pælti í eftirfarandi atriðum..
-Hvar átti að fá hestakerru?
-Hann er ekki með leyfi til að draga hana..
-Ha? Var ekki hægt að draga hana á volvonum?

Þegar það var útrætt var áhveðið að fara á pickupnum hans pabba. Þá bætast við vandamálin.
-Pickupinn er meiraprófskildaður
-Það vantaði bita með kúlu á til að bolta í prófílinn, þ.e. á mannamáli það var ekki krókur á bílnum..

En hestakerran fannst á nokkrum mín, hinsvegar tók það um 3-4 kannski 5 klst að finna helvítis bitann til að geta dregið hana..

Svo þegar í sveitina var komið fannst ÓÞokkinn minn ekki strax, mjög stórt hólf sem þeir eru í. En þegar hann fannst var ekki annað að gera en setjast berbakt og ríða honum að kerrunni.

En djöfulli var gaman að setjast loksinns á hestbak aftur, það var algerlega gefið skít í áhættuna og tekið stökkið lokasprettinn, en þar sem klárinn er feitari en hann hefur nokkurntíman verið og alveg kominn úr formi eins og gengur og gerist þá hægði hann fínt niður þegar við komum heim að bænum. Þessi stutti spölur var alveg nógu mikill fyrsti reiðtúr fyrir hann í þjálfun vetrarinns ;)

Allavega þá er klárinn kominn upp í hesthús núna, þá á ég bara eftir að klára að hafa samband við hestaflutningabílinn og fá hinn hingað vestur og svo þegar folinn kemur úr tamningu verður hann náttla sóttur um leið.

En hvenær takið þið inn? Einhverjir búnir að taka inn? Hve mörg hross eruði með og hver eru þjálfunnarplön vetrarinns? Á að keppa eða bara þjálfa skemmtilegan útreiðarhest? Eða jafnvel temja? Endilega segið smá frá..
-