Ný námsgögn


Helga Thoroddsen, verkefnisstjóri Knapamerkjakerfisins, á góðri stund.
Hólaskóli hefur nýverið gefið út þrjár nýjar kennslubækur fyrir stig eitt til þrjú í knapamerkjakerfinu en Helga Thoroddsen hefur unnið sem verkefnisstjóri útgáfunnar á vegum Hólaskóla síðan um mitt ár 2004.

Að sögn Helgu er stjórn skólans ákaflega ánægð með kennslubækurnar sem eiga án efa eftir að verða máttastólpi fyrir hestamannafélög, fyrirtæki og reiðkennara til að auka fræðslu og þekkingu innan greinarinnar.

Reiðkennarar Hólaskóla áttu stærstan þátt í að semja efnið, sem er mjög yfirgripsmikið, en verkefnisstjórnin byrjaði á að kynna sér svipað efni í Bandaríkjunum. Námsefnið er mjög myndrænt en í bókunum má finna teikningar eftir einn þekktasta hestateiknara í Bandaríkjunum, Susan Harris og ljósmyndir eftir Eirík Jónsson. Auglýsingastofan Tunglið sá um uppsetningu og hönnun.

Helga segir þetta nám sérhannað fyrir hinn almenna hestamann sem sé sett fram á skýran og aðgengilegan hátt og taki fyrir umhirðu, hestahald og reiðmennsku.

Yfirmarkmið Knapamerkjanna er að að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum. Að auðvelda aðgengi að menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna og að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.

Helga bendir á að Knapamerkjakerfið sé mjög þýðingarmikið verkefni fyrir Íslandshestaheiminn, bæði hérlendis sem erlendis og sé geysigott markaðstækifæri. Stefnt er að því að þýða námsgögnin yfir á nokkur tungumál og er þegar komin mikil pressa erlendis frá en Helga vill að efnið sé fyrst prófað hér heima áður en farið sé í útrás.
Í vetur verður unnið að því að klára námsgögn fyrir fjórða og fimmta stig.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.holar.is og einnig mun Helga halda kynningarfundi um námsefnið í félagsheimili Fáks í Víðidal mánudaginn 16 október kl: 20:00 , í félagsheimili Sleipnis á Selfossi þriðjudaginn 17 október kl: 20:00 og í reiðhöllinni á Sauðárkróki fimmtudaginn 19 október kl: 20:00.

já eitnhver sem ættlar að taka knappamerkinn?
ég held að þetta sé geðveikt sniðugt bara ég kemst uppí 2-3 næu þegar afþví amma er búinn að vera að aðstoðamig við þetta því hun er reiðkennari og fék svona blað með þessu og hvað á að gerra og svona svo ég sé ekki tilgangin í að taka fyrstu en það þarf víst….:S