Jæja……. ég fór á sölusýningu í Hestheimum í gær (sunnudag)….. Þetta var nú alveg ágætt….. ég kom ekkert frekar snemma og ég sá alveg ágætlega allan tímann, það eru svona pallar til að standa á þannig að ef maður stendur fyrir aftan annað fólk, þá stendur maður hærra en fremsta fólkið……

Hrossin þarna voru auðvitað misgóð og þessvegna sett í mismunandi verðflokka, fyrst komu verðlitlu hrossin og svo fóru verðin hækkandi eftir því sem tímanum leið….

Í hléinu sem var í miðri sýningu voru bakaðar vöfflur og það var kaffi, gos og nammi selt, vöfflulyktin fyllti húsið alveg…. :P

Mér finnst alltaf gaman að horfa á hesta og dæma þá sjálf….. ég til dæmis sagði við sjálfa mig: Vá þessi er með góðan háls, mig langar í þennan…. og svo sagði þulurinn: Þessi meri hefur fengið 9,5 fyrir háls…. og þá veit ég að ég hef auga fyrir góðum háls…. mér finnst gaman að vera alltaf að læra og þarna getur maður lært með því að fylgjast með…….

Svo er annað…. sama hversu leiðinlegt er kannski að horfa bara á hesta án þess að vera þarna í tilgangi þá er þetta mjög góður vettvangur fyrir fólk sem ætlar að finna góðan hest því það voru alls kyns hestar þarna…..

Þarna fékk ég líka að vita svona aðeins hvað ég gæti verið að selja mína hesta á….. og ég er ekki frá því að hryssan mín myndi vera í 600 þús og yfir flokkinum……

En allavega…. mér fannst þetta bara mjög fínt…. maður sýnir sig og sér aðra….. fær góðar veitingar og allir helstu hestamenn á Suðurlandi eru samankomnir þarna……
Með kveðju frá hestafríkinni…