Þá hef ég prufað að keppa, fattaði það reyndar eftir á að ég var í kolvitlausri grein með klárinn ;Þ Átti bara að láta vaða á skeiðið ;Þ

En hvernig gekk, byrjum á að segja eins og er þá kom ég heim með bikar og tvær medalíur.. En það er annað mál hvort maður hafi átt það skilið ;Þ

Okkur gekk svona upp og niður.. Þokki minn var í sínu versta skapi, en hrekkti samt ekkert inná vellinum.. En hinsvegar, þá komum við frekar seint svo við urðum að fara beint af kerrunni í upphitun, sem var kannski ekkert sniðugt með mjög kerruhræddann klár.. þá prjónaði hann bara og sýndi ekkert nema tölt og lá við að hann riki.. En náðist aðeins niður áður en ég fór inn á völl, en í forkeppninni gekk okkur vægast sagt illa, klárinn neitaði að brokka og fór bara á hægt stökk… tja.. okkur gekk ekkert svo vel.. vorum langt undir hinum keppendanum í ungmennaflokki… svo fannst ekki grunnskráningarnr á klárinn hennar.. Svo ég var bara ein í ungmennaflokk.. svo þar með fór ég í úrslit á tvistum… Jámz.. okkur gekk ekkert svo vel en það var bara gaman ;Þ

En svo voru það úrslitin.. Þá vorum við saman við unglinga og börn og þar með var klárinn verulega erfiður þó hann væri í talvert betra skapi.. En þar hefðum við náð ásættanlegum einkunum ef að hann hefði fengist til að stökkva.. en þá skeiðaði hann bara…

Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að skrá hann bara í skeiðið.. Þar er hann flottur ;Þ

En svo vorum við eina ungmennið svo við unnum með meðaleinkunnina 2,9 á íþróttamóti.. En það lækkaði það náttla mest að ég fékk 0 fyrir “stökkið” ;Þ

Eins vorum við stigahæsti knapinn í ungmennaflokki, kemur á óvart eini knapinn.. Svo við fengum medalíu fyrir það.. Reyndar bara vegna þess að það bar gaur úr unglingaflokk sem reif kjaft yfir því að verlaunin væru ekki veitt neinum.. ég keppti nefnilega bara í einni grein ;Þ En að lokum samþykktu þeir þetta bara ;Þ

En sjálfri finnst mér þetta í rauninni bara finndið.. Hvorki ég né klárinn kunnum þetta, klárinn var hneggjandi inná velli, tvímælalaust háværasta hrossið á vellinum.. Var allan tímann að kalla í hross sem voru með honum á húsi og eins tryppið mitt hann Strák frá Skagafirði sem beið inná húsi á meðan því síðan var þeim sleppt út á beit ;Þ

En hvað finnst ykkur? Hvernig var fyrsta keppnin ykkar? Hafiði lennt í svona finndnum úrslitum? ;Þ

Endilega segið aðeins frá ;Þ
-