Jæja….. ég var svo að fatta að ég hefði náttla átt að setja fyrri firmakeppniskorkinn hérna í keppnir og kynbætur :S en allavega hér er ég með “seinni firmakeppniskorkinn, lífið eftir firmakeppni!!”

Ég semsagt prófaði hestinn á föstudaginn og keppti svo á laugardaginn…… Það fyrsta sem ég verð nú að segja er að það hefur aldrei nokkurn tímann verið eins léleg þáttaka í þessari firmakeppni eins og nú……. það hafa heldur aldrei verið eins fáir áhorfendur……. ég skil ekki hvað er í gangi………

En allavega…… það voru 7 keppendur í unglingaflokk og það var bara tilkynnt um 3 fyrstu sætin……. oooog……….. ég var ekki meðal þriggja efstu…… ég er samt afar sátt við hvernig mér gekk, þrátt fyrir að hafa misst klárinn á stökk nokkrum sinnum í yfirferðinni og einu sinni á hæga töltinu…….. allt þar á milli var bara mjög gott, miðað við að ég hafði einu sinni áður farið á hestinn……

semsagt…… mér gekk ekkert rosalega vel en samt líður mér bara rosavel eftir keppnina :D

Kannski við fáum að vita hvernig Regí gekk :P
Með kveðju frá hestafríkinni…