Jæja…. ég á hérna alveg rosalega karga hryssu! þannig er mál með vöxtum að hún bara snarsnýst í hring til vinstri til að snúa við heim, hvenær sem er í reiðtúrnum, um daginn kom ég henni meira að segja ekki frá húsi!!

Ég var að pæla hvort þið lumið á nokkrum húsráðum til að fást við svona kergju??? Það væri rosalega gott að fá að heyra allt sem ykkur dettur í hug því ég er orðin hálf-ráðalaus :S
Með kveðju frá hestafríkinni…