Ég er stödd í Þýskalandi og er að vinna á svona hestabúgarði, sem er þó ekki með neina Íslenska hesta, bara þessa risa stóru þýsku hesta… En alla vega, atvinnuveitandi minn fór eitthvað að tjá sig um íslenska hestinn og sagði hann eitthvað í þessa áttina: “Mér finnst alltaf þegar ég sé íslenska hesta tölta svona að þetta sé gangur sem þeir eru þvingaðir til að ganga. Eins og þeir myndu sjálfir frekar velja eitthvað annað”
Persónulega fannst mér þetta mjög hallærislegt komment frá honum og leggur þetta bara áherslu á það hversu ótrúlega lítið hann í raun veit. En eftir þetta fór ég að pæla… Er töltið þvingað upp á hestinn? Og auðvitað kom strax upp: NEI!! Hann hefur bara ekki hugmynd. Og fannst mér þetta allt í einu bara orðinn svona leiðinda hroki gagnvart hinu Litla/stór hesti.
En ég var að spá, hvað finnst ykkur um þetta komment frá honum um töltið?