Góðan daginn.

Ég er að vinna á sambýli hérna í Reykjavík. Það er mál með vexti að einn íbúin hefur mikin áhuga á hestum. Hefur farið á námskeið með fötluðum en hefur verið mjög heftur því hinir eru ekki jafn klárir og hann, hann hegðar sér eins og mjög reyndur hestamaður á baki :) Hann kom fram í þættinum á Stöð2 “Kóngur Um Stund” sem Brynja Þorgeirsdóttir stýrði. Þeystist þar áfram :) (Bjarki F. Viktorsson, Down Heilkenni)

Það sem mér langar að spyrjast um er hvort það sé möguleiki að hann gæti komst í e-h skonar klúbb eða félag þar sem hann gæti komist á hestbak og verið með fólki? Þessi drengur er algjört yndi og mikill karakter, hann er með Downs Heilkenni og tjáir sig með Táknum. (Tákn með tali) Væri svo gaman að hann gæti stundað hestamennskuna meira. Það væri fylgdarmaður með honum ef þyrfti.

Væri vel þegið ef e-h gæti bent mér á eitthvað, þar sem ég er ekkert inní íþróttinni og veit lítið um :/

Kær kveðja
Freyr Líndal Sævarsson