hæhæ, ég er byrjandi í þessu áhugamáli, ég á ekki hest en ég og fjölskylda mín erum með tvo í láni. Ég er í mjög góðu húsnæði með góðu fólki og bestu vinkonu minni sem smitaði mig af þessu. Þannig er mál með vexti að einn góðann frosinn veðurdag vorum við vinkona mín að ríða út, hún er þræl vön og kann mikið á hesta.
hesturinn “minn” verður mjög æstur þegar við erum á leiðinni heim þannig að vinkona mín tekur tauminn af mér og teymir hann svo hesturinn viti að hann komist ekki neitt, hann róast þá niður en eftir stutta stund rjúka báðir hestarnir af stað. Ég datt úr öðru ístæðinu þannig að hnakkurinn (sem var greinilega ekki nógu vel festur á) byrjaði að renna á þá hlið sem beindist að hinum hestinum. Ég ákveð að stökkva af því ekki vildi ég lenda undir hestunum. Hestarnir snarhemla þegar ég er farin af baki. Ég slasaðist ekki neitt, var aum í mjaðmagrindinni og herðunum í fáa daga. Eftir þessa reinslu hefur mér þótt mjög óþægilegt að fara á bak, ég hef farið 3 á bak síðan og alltaf verið mjög óörugg og fengið óþægilega tilfinningu þegar hesturinn fer hratt. Mér finnst þetta mjög leiðilegt því ég elska að vera í kringum þessi dýr. Er þetta eitthvað sem líður hjá eða?
*Lifi rokkið*