Einn af hestunum okkar er alveg hrikalega mjór, hann var þannig síðasta vetur líka. En á sumrin er hann alveg eðlilegur og líður bara vel. en um leið og við tökum hann á hús verður hann grind horaður. Ég er búin að reyna að gera mjög mikið til að láta hann fitna. Ég gef honum alltaf meira hey en hinum hestunum, fóðurbæti á hverjum degi og síld nokkrum sinnum í viku, hann er búinn að fá ormalyf og síðan kom dýralæknirinn að skoða hann og þá var hann með svo hraðann púls, en hann fann ekkert sem að angraði hann annað en að hann var svona mjór. Hann gaf honum vítamínsprautu en samt hefur hann ekkert fitnað, ég hef ekkert mikið verið að ríða út á honum. Ef að þið hafið einhver góð ráð þá endilega látið mig vita því að ég er í miklum vandræðum