Sko hesturinn minn var settur á hestaleigu…fyrir svona mánuði síðan, (hann var ekki nógu góður fyrir mig svo það var maður sem vildi taka hann og gera hann betri. Það eru aðeins vanir menn sem hafa verið á honum og hann á að vera þar yfir sumarið.) En allavega það hefur allt gengið vel og allir hafa verið að hrósa honum en svo var það bara í vikunni að það átti að fara að járna hann. Hann varð bara brjálaður, hann vildi ekki láta járna á sér aftur lappirnar…hann lagðist niður og gerði allt til þess að sleppa við að láta járna sig. Svo að mennirnir gáfust upp. Þeir fengu lækni til þess að láta athuga hvort eitthvað væri að honum en það var ekkert að….hann var ekkert með sár á fæti eða eitthvað svoleiðis. En það verður náttúrulega að járna hann svo mennirnir ætla einhvernveiginn að binda hann.. veit ekki hvernig það verður gert.

En mig langaði bara að spyrja hvort það væri einhver sem hefur lent í þessu sama eða veit afhverju hesturinn hafi látið svona?
You must hold steady to the one that lights you morning, hours and afternoon - Karate