hæhæ allir, ég er ný á huga svo að ég kann þetta ekki allveg :) en heyriði ég vara að spá, ég á hest sem að ég fékk í fyrrasumar, Hann leit mjög vel út þegar ég fékk hann og var mjög góður.. en núna er hann orðinn allveg rosalega mjór, við höfum alltaf gefið hinum rosalega vel að borða, meira en öllum hinum hestunum, og þeir líta bara eðlilega út og í sumar var hann á mjög góðu túni, Samt er ekkert eins og hann sé eikkað veikur því að hann er ennþá mjög góður reiðhestur. ég hef prufað að gefa honum fóðurköggla sem heita Hnokki (kann ekki að skrifa það) er reyndar ekki búin að vera að gefa honum það lengi.. en ekkert virkar.. Vitiði nokkuð hvað gæti verið að honum ?