Sælir sælir,

Ég hef tekið eftir því að kannanir hér á hestum eru farnar að vera minna vandaðar.
Auðvitað eru alltaf einhverjar kannanir sem eru í lagi eða hreint frábærar. En það er of mikið um að kannanir hafi ekki nógu góða valkosti, of fáa eða eitthvað slíkt.

Tökum dæmi.

uuu… Er það þín skoðun að hestar séu góð dýr?


Nei
Já þau hestar eru mjög góð dýr
Nei mér finnst hestar ekki góð dýr
Nei mér finnst hestar hræðileg lífshættuleg dýr
Já mér finnst þau yndislegustu dýr í veröldinni!
Hlutlaus

Að mínu mati hefur þessi könnun mjög físilega kosti, þ.e. einfalt já og nei. 2 vel sérhæfð já og nei og galdrakostinn, hlutlaus.

Ef könnunin væri svona: Er það þín skoðun að hestar séu góð dýr?
og kostirnir væru

Já þau hestar eru mjög góð dýr
Nei mér finnst hestar ekki góð dýr
Nei mér finnst hestar hræðileg lífshættuleg dýr
Já mér finnst þau yndislegustu dýr í veröldinni!

Þarna hljóta allir að sjá gallana.
Svörin eru of sérhæfð því það eru engin víðtækari svör og það vantar galdrakostinn hlutlaus eða annað.

Svona kannanir finnst mér ég vera að sjá of mikið af hér.
Persónulega ef ég væri admin, endur tek EF, þá mundi ég ekki samþyggja þessa könnun en ekki bara henda henni í ruslið.
Mér finnst þessi könnun alveg eiga rétt á sér eins og hver önnur. Ég mundi senda skilaboðin með til baka að það þyrfti víðtækari svör og galdrakostinn hlutlaus því þá held ég að allir gætu svarað þessari könnun og er það ekki það sem við viljum?

En eins og góður maður sagði, allt er afstætt.<br><br>Þetta er <a href="http://www.hugi.is/hestar">snilldin</a> ein!
Og meðan ég man, heimasíðan er ekki í notkun svo ekki hafa fyrir því að kíkja þangað.
<b>Sleipnir, karl í krapinu.</b>

Ég er að safna undirskriftum fyrir nýtt áhugamál, áhugamál um undirskriftalista.
Áhugasamir sendi mér skilaboð.

Sleipni