Um daginn fékk ég nýjan fola, nuna er hann 9 daga gamall og er bysna sprækur, vandamálið er að ég er ekki enn buin að finna nafn á hann, þetta getur stundum verið alveg ótrúlegt vandamál, ég er með nokkur nöfn og eg hafði hugsað mér að fá ykkar álit:

Nöfn dregin af lit og litareinkennum: Rauður, Jarpur, Skjóni, Blesi, Sokki, Stjarni, Glófaxi, Leistur.
Nöfn dregin af öðrum útlitseinkennum: Trölli, Mús, Jaki, Toppur, Dúskur
Nöfn dregin af eiginleikum hestsins: Glaður, Ljúfur, Léttir, Hrekkur.
Nöfn dregin af upprunastað hestsins: Heiðar (frá Heiði), Núpur (frá Núpi), Húni (úr Húnavatnssýslu) eða honum bætt við: Hóla - Blesi.
Nöfn tengd náttúruöflum og veðurfari: Gustur, Gola, Katla, Alda, Bylgja, Hrímir.
Nöfn úr dýra-, steina- og jurtaríkinu: Krummi, Otur, Reynir, Björk, Tinna, Kopar.
Nöfn úr goðafræði og bókmenntum: Sleipnir, Freyja, Ægir, Venus, Uggi, Sóllilja.
Nöfn tengd atburðum í lífi hestsins (eigandans): Ófeigur, Strengur, Gjöf, Hátíð.

einnig er eg með nafnavísu:
Ljótur, Sóti, Léttfeti,
langi Rauður, Grani,
Bleikur, Gulur, Gráskjóni,
Gráni, Penni, Mani.

já, svo er hann grár eða eg mundi samt ekki kalla hann grán, hann er eiginlega snjóhvítur, hehe

hvað ætti eg að kalla hann?
,,Að vera drusla er ekki líkamleg fötlun, það er ástand!"