Hæhæ..
ÉG þarf að fá smá hjálp hérna…
Málið er að ég á 6 vetrá klárhryssu undan Eylíf frá Sveinatungu, hún er með svakalegt brokk, hún flýgur næstum á brokki og er líka mjúk. En málið er að hún á erfitt með að tölta…reynar mjög erfitt…ég er búin að reyna allt sem ég kann… láta járna þungt að aftan og létt að framan og gera alkonar æfingar með hana í gerði…og ég er jafnvel búin að prófa að setja hófhlífar á afturfæturna. Hún töltir sko alveg smá en hún fer bara svo hægt.
Ég var að vona að þið gætuð gefið mér einhver ráð um hvað geti hjálpað henni að tölta hraðar.

Með bestu kveðju
KoRitSi
Kv. KoRitSi =D