Hallo
Mig vantar smá ráðleggingar.
Fyrst þá er ég með hest sem er flottur töltari en hann er svo hastur á brokkinu. ég er búin að reyna æfa hann svoldið með að brokka hægt og hratt. Eigið þið til einhver ráð sem ættu að virka til að mýkja brokkið.
Svo er ég með unga meri sem ég er að fara með í gerði til að temja. Ég er búin að fara með hana teimda utaná nokkru sinnum og hefur það gengið vel. svo núna þegar ég tek hana eina vill hún ekki koma nema hálfa leið. Ég þarf alltaf að fá einhvern til að ganga á eftir henni. Oft hef ég þurft að standa töluverðan tíma á miðri leið og bíða eftir að einhver ríði framhjá sem ég get gripið og beðið um að ganga á eftir henni til að ég þurfi ekki að fara til baka og láta hana vinna. Ég er mikið á þeim tíma í húsunum þegar enginn er og það er mjög pirrandi að geta ekki farið með hana upp í gerði án þess að þurfa að treysta á aðra. Á einhver hér góð ráð til að reyna yfirvinna þessa frekju í henni því þetta lísir sér sem frekju. Hún er skapstór en samt mjög fljót að læra og því vona ég að ég geti komist yfir þennan galla sem fyrst. Endilega komið með allt sem þið haldið að geti gagnast.