Gawd .. hvað ég er orðin ryðguð í hestamennsku.
Allavega … hvernig vel ég mér “rétta” hestinn til kaups ?
Hvað þarf ég að athuga ?

Ég var orðin rosalega góð hér í den, en missti kjarkinn við það að detta harkalega af baki og slasast, og einnig hvarf það litla sem eftir var af kjarki þegar ég eignaðist börnin mín .. þannig að ég þarf rólegann traustan hest, en er hrædd um að velja OF rólegt hross.

Þannig að spurningin er eiginlega þessi, hvar finn ég traustann hest sem rýkur ekki, er góður á taugum, auðveldur í taumi og meðferð, er rólegur en samt ekki hreinlega latur, og kostar ekki hræðilega mikinn pening? Því ég vil ekki leggja of mikla peninga í þetta til að byrja með, kaupi þá frekar annan viljugri hest seinna meir þegar við treystum okkur til.
Það væri ekki verra ef að hann hentaði einnig undir 5 ára barn sem er að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku (búin að fara á námskeið samt, og gekk vel)

Og annað .. er ráðlegt að láta dýralækni skoða hross áður en maður kaupir það ? Með tilliti til spatts og þessháttar. Og hvaða takmarkanir á maður að setja fyrir aldur hrossins sem maður er að íhuga að kaupa. <br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–