Ég er með eina meri sem ég á erfitt með að halda á tölti. Hún getur vel tölt en þegar hún er búin að tölta í svona 2mín þá er eins og hún nenni ekki meira og dettur niður á brokkið. Ég hef verið að pæla hvort það sé eitthvað rangt við ásetuna hjá mér, en ég er með annan hest sem töltir rosalega vel hjá mér. Hún er rosalega höst á brokki en rosalega mjúk á tölti og þess vegna langar mig að virkja þetta hjá henni.
Getiði gefið mér einhver góð ráð um ásetu og annað?