Sæl öll,
Ég er ekki beinlínis hestamanneskja sjálf, hef bara mikinn áhuga á hestum. Þess vegna varð ég mjög hissa þegar kunningi minn hélt því fram um daginn að hestamennska á Íslandi væri aðallega karlmannaíþrótt þar sem flestir þeir sem keppa í henni séu karlmenn.
Er þetta í alvöru satt? Mér hefur nefnilega fundist í öðrum löndum sem ég hef búið í að þetta sé ákkúrrat öfugt, það séu aðallega konur og stelpur sem eru í hestamennsku. Ég einhvern veginn reiknaði með að það væri líka svoleiðis hér á Íslandi…