Þannig er mál með vexti að ég er með hestadellu, en hef aldrei átt hest. Ég er að reyna að sannfæra manninn minn um að (íslenskir) hestar séu frábærir, æðislegir o.s.frv. en það gengur ekkert sérstaklega vel. Ég er búin að útskýra fyrir honum að íslenskir hestar séu ódýrari en t.d. enskir, og séu mun auðveldari í umgengni og skapi, en það er ekki alveg að virka.
Ég er næstum búin að fá hann til að skreppa á bak næsta sumar til að prófa og ég held að það hafi fín áhrif þegar þar að kemur, en mig vantar meiri upplýsingar til að skjóta á hann og þar komið þið inn í dæmið:

Hvað kostar að kaupa og hýsa hest?
Er betra/ódýrara að kaupa trippi/folald eða hest sem þegar er taminn?
Er erfitt að koma hestum á hús á höfuðborgarsvæðinu og er það dýrt?

Takk fyrir hjálpina, svona fyrirfram :)
ismarah<br><br>-oink oink flop flop-
-oink oink flop flop-