Ég hef verið í hnakkaleit undanfarið, seldi hnakkinn minn í gær sem var góður hnakkur enn of djúp ásetan.
Eftir að ég fór að fræða mig um hnakka sá ég hvað er mikilvægt að hnakkurinn sé góður.
Ég átti hnakk sem var rosalega fallegur sem gott var að sitja í og var mjög góður fyrir hestinn, enn hann var svo stór á mig að ég sat á rassinum á hestinum.
Ég held að hestaverslanir ættu að taka hestar og menn sér til fyrirmyndar og leyfa fólki að prufa hnakkana áður enn það kaupir þá. Þetta eru fjárfestingar hátt uppí 200.000, sem maður notar næstu 20 ár eða lengur, maður vill t.d. prufa hesta áður enn maður kaupir þá, afhverju ekki hnakkana.
Allavega komst ég að því að margir vinsælir hnakkar og aðrir hnakkar á markaðinum eru hreinlega vondir fyrir hestinn og ásetu mannana.
Hver hefur ekki heyrt um það að hestar séu bakveikir.
Ég vil ekki vera að nefna tegundir þar sem að ég get ekki staðhæft neitt enn áður enn þið kaupið ykkur hnakk aflið ykkur upplýsinga. Fyrir ykkar velferð og hestsins.