hæ..!
catgirl var að segja okkur að skrifa um hestana okkar og ég hef ekkert annað að gera svo ætli ég geri það bara ekki ;þ

ég er sona frekar nýlega byrjuð að ríða út fyrir alvöru og fékk hest í fermingargjöf 2001.
ég gat ekkert riðið út því að merin er bara hálftamin og var fylfull!!
sko lenti í vitlausri girðingu á leiðinni til rvk ;þ
mér finnst það ekkert vera því hún lennti í girðingu með Ófeigri frá flugumýri.. fæddur'95(Annar fæddur'77 en hann er dáinn. Þeim er oft ruglað saman)

Stjarna
Hún er rauð og gullfext með tvær stjörnur.
Upphaflega hét hún Freydís, útaf því að mamma hennar heitir Vordís en ég skírði hana uppá nýtt því ég vissi ekki strax hvað hún hét og ég þoli ekki þegar fólk skíri hestana sína eftir lit! mér finnst það svo ófrumlegt!!!
Afi minn kallaði hana alltaf tvístjörnu en hann átti hana áður en ég fékk hana. Ég vildi ekki vera að breyta nafninu of mikið svo ég skírði hana bara Stjarna..
Allavega.. þá er hún mjög þæg og góð og ég get labbað upp að henni út í haga og hún kemur ef ég kalla á hana (algjör draumur ;þ)Svo um miðjan Október 2001 (nk 16 okt að ég held) kastaði hún litlu folaldi sem reyndist vera strákur !

Máni
´.. er algjört yndi og kemur hlaupandi þegar hann sér mann !!(þegar hann er ekki upptekinn við eitthvað annað;þ)
Allavega þá er hann rauðbleikur , var tvístjörnóttur þegar hann fæddist og alveg leirljós, með eina stjörnu og rauðleitt fax, álóttur.

Frami
afi minn á hest sem ég er núna byrju að mega ríða út!!
hann heitir frami og er 24 vetra gæðingur !
Hann er orðinn eldgamall en það er ekkert smá sem dýrið endist!!!
hann er geðveikt flottur og tekur skeiðið eins og ekkert sé auðveldara!!!
Það er algjört yndi að ríða út á honum , svakalega taumléttur og allt! það er eins og að toga í teygju og að stjórna honum ;þ

allavega … gaman að tjá sig aðeins!!