Nú ætla ég að segja ykkur frá öllum hestunum mínum.

Elsta merin mín heitir Storka frá Hólsseli og er 14 vetra.
Hún rauð tvístjörnótt , glófext og er með allan gang og frábært skap.
Storka hendir ÖLLUM af baki nema eigandanum ( hún hefur reynt það við mig (systir mín á hana )

Svo er það hún Snerting frá Hofsstöðum sem er rauð glófext og er 12 vetra og er með mjög gott skap.
Snerting er með allan gang og þolir ekki að vera með reiða á hnakknum :)

Brúnn frá Blönduósi er 10 vetra brúnn og er með rosalegt skap ! hann er KARLREMBUSVÍN .
Brúnki er með 4 gang.

Rósalind frá Akureyri er 8 vetra sótrauð .
Hún Rósa er ný komin úr taminingu og er með tungubasl og er með allan gang hreinan .

Vindur frá Bakka er 8 vetra vindóttur geldingur .
Hann vindur var mjög hræddur við fólk þegar ég fékk hann.
Vindur er bara ný tamin og er með 4 gang .

Kolfinna frá Hellishólum er 7 vetra brún og er SKAPSTÓR og FREK meri :(
Hún er með allan gang hreinan .
Þegar ég fer á bak henni þá bakkar hún bara og prjónar ;(
Kolfinna hefur kastað mér 2 sinnum af baki .


Gæska frá Hellishólum er 7 vetra jörp og er með ágætt skap og með allan gang hreinan .
Hún er með rosalegt skeið :)

Djákni frá Gröf er 5 vetra brúnn geldingur og kom til okkar í vetur eftir að hafa verið úti frá fæðingu :)
Hann er gullfallegur undir sjálfum sér og talar ekki við kalla :)Hann var með streng og var skorin upp áður en hann fór í hagan.

Örlygur frá Kópavogi er 3 vetra brún stjörnóttur og er undan henni Gæsku og Rúbíni frá Mosfellsbæ (Orra syni )
Hann er vanur hnakki og beisli og teymist út um allt.


Rúbertsson er 3 vetra brúnn undan henni Kolfinnu og Rúbíni frá Mosfellsbæ (Orra syni)
Rúbert er líka vanur hnakki og beisli og teymist með öðrum hestum og hann kann að opna hlið eins og mamma sín.

Janúar frá Kópavogi er fyrsta folaldið sem fæddist á þessari öld . Hann fæddist í Gusti þann 10 janúar 2000 og er undan Rósalind . Janni er bara eins og hundur hann er alltaf hjá mér hann er inni þegar ég moka og hjálpar mér alltaf með hjólböruna :)
Hann Janúar er líka vanur hnakki og beisli og það er hægt að teyma hann í gerðinu :)

Hér er ein saga af henni Kolfinnu.
Árið 2000 voru allir hestarnir út í gerði og við vorum að moka svo allt í einu opnaði hún Kolfinna gerðiðog hleifti öllum út úr gerðinu og við vorum mjög lengi að ná öllum 2 tömdum ,5 ótömdum og 3 folöldum aftur.
Kolfinna getur leyst sig af básnum og opnað hurðir og oft þegar við förum að gefa þá er hún komin út :(