Sællt verði fólkið.

Ég er sjálf hestastelpa og hef mjög gaman af þeim. Tem mína eigin og hirði þá sjálf. ég var hérna áður fyrr að keppa mikið, og þá á hestum sem ég og enginn annar hefur riðið, allt mín eigin handbrögð. En ég var þá á þessum aldri 15-16 ára. Ég var voða stolt að sína mitt, og hlakkaði mikið til að keppa og sjá hvernig mér gengi. Ég var aldrei búin að plana að ná langt en þó einhvað, þar sem ég hef fengið mikið komment á hestana mína í útreiðatúrum. en þegar á keppnirnar kom (tók þátt í um 5 mótum, gafst þá upp) þá var ég umkringt einhverjum gæðingum og þá dætur eða synir einhverja frægra og góða tamningamanna að keppa. ég auðvitað átti engann séns í þessa hesta. Ég misti fljótt áhugan og hætti.
Svo ég spyr, er það bara ég eða fynnst ykkur ekki ósangjarnt að börn tamningamanna fá lánuð fallega gæðinga sem hafa keppt í fullorðnaflokkum og náð langt fara í hálfgerðan barnaflokk. Og að knapar keppa á hestum sem þeir eiga ekkert í.
Frænka mín er líka mikið í hestum og fór á landsmótið síðast og komst langt þar á einum hesti sem pabbi vínkonu hennar hafði tamið og hún ekki neytt. Hún var voða stolt og tók heim einn pening.
Mér fynnst þetta ekki rétt. Tamningar maður á að taka heim sín verðlaun á sínum hesti. Ekki að hver sem er getur hoppað upp á næsta hest keppt og unnið eins og ekkert sé.
Kannski þetta virkar sem geðveikt nöldur (ekki ætlunin) en mér fynnst þetta rangt enda hef ég ekki keppt lengi út af þessu því mér fannst ég alltaf vera að keppa við fullorna tamninga menn.
Kannski þetta er búið að breytast einhvað núna hef ekki kynnt mér það en það væri fínt að heyra og sjá hvað ykkur fynst.