Á hrossabúinu Aegidenberg í Þýskalandi er ræktað nýtt tölthestakyn sem kallast ,,Aegidienberger". Þetta nýja kyn er blandað af Íslenskum hestum og Paso hestum frá Perú.
Ræktunaraðferðin er þessi:
I x P

F1 x I

R1 x F1

Aegidienberger

Samkvæmt þessu hefur hesturinn blandaða erfðavísa frá kynjum Íslenskur hestur og Perú Paso í hlutföllum 5:3 Hesturinn er meðal stór og markmiðið er að rækta fallegan og auðveldan eðlis töltara sem er viljugur og lundagóður.
Töltið kemur frá báðum kynjum og hefur því erfðafestu í þessu blendingskyni.
Á hverju stigi ræktunar eiga hrossin að sýna tölt í hendi að öðrum kosti eru þau ekki notuð til ræktunar.