Hvað segiði um að lífga þetta áhugamál aðeins við og við kanski segjum frá einum eða öllum okkar hestum?

Ég ætla allavega að taka mér það bessastaðaleyfi og byrja bara svona til að fá smá hreyfingu hingað inn.

Ég ætla að tala um hestinn minn, hann Gúllas, oftast er hann þó bara kallaður “minn”.

Ég fékk hann í fermingargjöf, þá var hann 3 vetra :) Rosalega lítill og vitlaus greyið. Svo var ég nú ansi dugleg við að gefa honum brauð og hanga með honum þannig að hann var farin að koma þegar ég kallaði á hann og hljóp með mér eins og hundur :)
Nammisjúkari hest er varla hægt að finna, hann hreinlega borðar allt saman!
Ég tók hann með mér í hestaferðalag sem ég fór með skólanum mínum hann er reyndar ansi latur greyið og hann stynur þegar hann er orðin þreyttur ;)
Svo hefur hann nú farið í aðrar hestaferðir og er yfirleitt vanur að reka lestina bara :) Fólk hefur hreinlega boðist til að halda á honum!
Hann er afskaplega dekraður sem sýnir sér vel á frekjunni í honum, ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það, hann hefur strokið úr hesthúsunum og farið á græna grasið hinum megin þannig að löggan hefur sótt hann :/
Hann kemst allt sem hann ætlar sér, hann hleypur á rafmagnsgirðingar bara til að komast í gegnum þær. Ég stóð hann reyndar að verki um daginn, þá lá hann á framfótunum og var búin að troða höfðinu undir grindverk til að reyna að ná í “nammi” sem var hinum megin :)
Báðir foreldrar mínir og systir mömmu hafa náð að fljúga af baki á honum en ekki ég :D
'Eg veit ekki um marga sem fýla hestinn minn, en í mínum augum er hann sko fullkomin, þó það sé varla hægt að ríða honum þá er hann bara svo æðislegur sjálfur. Pabba mínum finnst hann reyndar vera æðislegur útaf því að hann hefur aldrei séð heimskari hest á æfi sinni :)