Jæja, loksins hef ég tekið merina mína inn.
Ég var búinn að vera að horfa á box í alla nótt og svo allt í einu í morgun var ég var ég vakinn eftir örstuttan svefn til að fara að smala. Og ég klæddi mig í föt og fór fram og náði í beislið og hnakkinn sem ég hafði geymt heima í vetur og út í bíl.
Og við keyrðum út á mýri og fórum að smala. Það gekk nú all brösulega, t.d. þá datt eitt folald í skurðinn og við þurftum að bjarga því en við byrjuðum á því að reka allt stóðið inn í rétt og fórum að sortera og reka í hólf á mýrinni (mýrinni er skipt í nokkur hólf).
Svo þegar var búið að sortera merarnar sem áttu að fara undir hest, þá rákum við allt í aðra rétt hinumegin á mýrinni.
Þá tókum við reiðhestana frá hinu stóðinu og leifðum því að fara.
Svo labbaði ég með merina mína upp í hesthús (það var svo mikið rok) á meðan reynt var að ná í kerru til að sækja hina hestana.
Þegar ég var kominn heim í hesthús þá kemdi ég merinni og lét hana hlaupa soldið í gerðinu. Svo þegar þetta allt var búið þá vór ég heim að hvíla mig og fékk mér lagþráðan matarbita því ég hafði ekkert borðað allan daginn.
Svo þegar ég var búinn að hvíla mig í smá stund þurfti ég að fara á reiðnámskeiðið sem ég hef talað um hérna áður og loksins komst ég á bak í fyrsta sinn síðan síðasta sumar, þá var veðrið búið að batna og það var æðislegt á baki.
Kennarinn lét mig hafa svo klárgengann hest að ég held að ég sé orðinn 5 cm minni því að allir hryggjarliðirnir á mér krömdust.
En það var samt ofsalega gaman og ég get ekki beðið eftir því að fara aftur á morgun.

Tígurinn takkar fyrir sig.