Ég varð fyrir því láni að eignast minn fyrsta hest sko meri síðasta sumar,hún hafði verið á útigangi meira og minna í 2 ár
og ég tók hana inn núna í janúar, fór að hreyfa hana smátt og smátt og reyndi að koma henni í þjálfum hún var svo feit greyið.
Þetta er alveg þrusugóð meri, taumlétt, viljug, svaka yfirferð á tölti og brokki og var fljót að aðlagast hestunum okkar,svo fór ég með hana á reiðnámskeið til að kynnast henni betur og við urðum nánari. Svo kom kuldaveður í enda april og merin var farin að ganga eins og hani eða hæna. Fékk dýralæknin til að kíkja á hana og hann segir að þetta séu taugabólgur í afturlöppum og það er ekki víst að þetta lagist og þá er hún “ónýt” en hún gæti lagast.
Þegar ég hleypi henni út vill hún varla fara út og stendur úti eins og ílla gerður hlutur og hún hefur ekki velt sér lengi, henni er örugglega svona íllt. Mig vantar einhverjar upplýsingar um þennan hanagang eins og helgi dýri kallar þetta fann ekki neitt um þetta í hestaheilsu ef einhver getur hjálpað þá yrði það vel þegið