Stofnuð hefur verið ný vefsíða sem ætluð er að þjóna hestakaupendum og seljendum hér á landi sem erlendis.


Það eru þeir Viggó Sigursteinsson og Sigurður Arilíusson sem standa að gerð síðunnar. Þeir hafa báðir verið viðriðnir hestamennsku frá blautu barnsbeini og búa í Borgarfirði. Þeim fannst landsbyggðin vera útundan við kynningu og sölu hesta á landinu og vildu bæta um betur.


Því stofnuðu þeir vefinn icehorse4sale.com sem er óháður söluvefur þar sem allir eiga jafna möguleika á að selja og kaupa hesta.


Vefurinn er kominn upp en er ennþá í vinnslu. Skráning hesta á vefinn er 2000 kr. og gildir í 6 mánuði. Möguleiki er á að taka hesta í þjálfun og búa til myndband. Einnig er boðið upp á þá þjónustu að fylgja útlendingum í söluferðum um landið.


Hér er án efa um gott og nauðsynlegt framtak að ræða og bendum við fólki á að skoða síðuna .

http://www.icehorse4sale.com
“The more people I meet the more I like my cat.”