www.hestafrettir.is
Notuð reiðtygi og óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bíllinn sem er með íslenskt skráningarnúmer var einnig mjög óhreinn og var greinilega að koma beint úr umhverfi hesta. Um er að ræða brot á lögum um dýrasjúkdóma og vörnum gegn þeim, þar sem skýrt er kveðið á um bann við slíkum innflutningi.

Matvælastofnun lítur málið mjög alvarlegum augum enda hefði innflutningurinn falið í sér mikla hættu á að nýr smitsjúkdómur bærist í íslenska hrossastofninn eða aðrar dýrategundir.


Furðu sætir að svo gróf tilraun sé gerð til að smygla notuðum reiðtygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins í ljósi þess að íslensk hrossarækt og hestamennskan öll hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna faraldurs smitandi hósta á þessu ári. Í tengslum við það áfall hefur verið hamrað á reglum um sjúkdómavarnir og hinar alvarlegu afleiðingar smitsjúkdóma í hrossum ættu að vera öllum hestamönnum kunnar.

linkur á frétt http://hestafrettir.is/Frettir/9508/

www.hestafrettir.is
Ákæra verður lögð fram á hendur Valdimari Bergstað
Hestafréttir hafði samband við formann Landsambands hestamanna Harald Þórarinsson í sambandi við frétt um ólöglegan innflutning á notuðum reiðtygum. Haraldur Þórarinsson staðfesti í samtali við Hestafréttir að lögð verði fram kæra á hendur geranda í þessum ólöglega innflutningi á reiðtygjum og reiðfatnaði. Um er að ræða brot á lögum um dýrasmitsjúkdóma og vörnum gegn þeim. Þar sem skýrt er kveðið á um bann við slíkum innflutningi sé með öllu ólöglegt. Einnig er þetta mikil vanvirðing við íslenska hrossastofninn og atvinnugreinina í heild sinni. Hestafréttir hafði samband við Hjört Bergstað sem er faðir Valdimars, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

linkur á frétt http://hestafrettir.is/Frettir/9509/

Eftir allan þann skaða sem allur íslenskur hrossastofn og eigendur þeirra hrossa hafa orðið síðast liðið árið hélt maður víst að fólk hlyti að læra af þessu, en hinsvegar telur hinn tvítugi Valdimar Bergstað að hann sé hafinn yfir þær reglur, ætli þetta sé hans fyrsta smiggl á reiðtygjum?

Heildar tap mitt bara í sumar vegna pestarinnar er 145 þúsund, auk þess að ég hefði fengið helmingi meiri reynslu úr sumarvinnunni ef þessi helvítis pest hefði ekki orðið og keðjuverkunin af því tjóni orsakar að ég hef ekki lengur efni á að halda áfram í Reiðmanninum í ár en verð bara að vona að ég komist inn næsta vetur því annars verður tapið 252 þúsund, því ég verð að borga skólagjöldin á næsta ári jafnvel þó ég nýti námið ekki. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hversu vel Þokka mun heilsast í vetur en hann hætti að éta af pestinni, 18 vetra gamall og nær drapst fyrir vikið, en 45000 af kostnaðnum er dýralæknakostnaðurinn við hann.

Ég er þó ekki ein um að verða fyrir tapi því margir aðrir hestamenn hafa orðið að dæla lyfjum í hross hjá sér og að maður tali nú ekki um afnotamissinn af veiku hrossunum í sumar, þar fara tamningarstöðvar, ræktunnarbú(hross komust ekki í dóm), kynbótaknapar, útflutningsfyrirtæki, hestaleigur og reiðskólar einna verst út og urðu fyrir stórtapi og eflaust margir sem stefna einfaldlega í gjaldþrot.

Hvernig stendur eiginlega á því að þessi strákur sem hefði nú sjálfur átt að hafa orðið fyrir barðinu á pestinni er tilbúinn að taka þessa áhættu? Hefði ekki verið algjört lámarks viðleitni að þvo bílinn og reiðtygin? (Þó svo það væri nú líka brot á lögum að koma með þveigin reiðföt og reiðtygi þar sem þau eru yfir höfuð notuð) það hefði verið skömminni skárra en gerir glæp hans gagnvart íslenska hestamarkaðnum en verri. Vill hann að önnur og jafnvel verri faraldur gangi yfir landið? Úff, ég get lítið sagt meira, vona bara að fíflið fái sem allra hæðstan dóm sem miðað við dómskerfi landsinns er bjartsýni.


Að síðustu til ykkar allra sem lesið, LÁTIÐ YKKUR ALDREI DETTA TIL HUGAR AÐ KOMA Í SKÍTUGUM FÖTUM SEM HAFA KOMIÐ NÁLÆGT HESTUM TIL LANDSINNS, EKKI TAKA NOTUÐ REIÐTYGI MEÐ YKKUR OG EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ BRJÓTA SÓTTVARNARLÖGIN Á ÍSLENSKA HROSSASTOFNINUM, HUGSIÐ UM AFLEIÐINGARNAR OG SÍNIÐ ÞÁ LÁGMARKSTILLITSEMI AÐ SÓTTHREINSA ALLT ALMENNILEGA.

Sóttvarnarlögin um íslenska hestinn ættu að vera aðgengileg á heimasíðu matvælastofnunnar, www.mast.is (held ég)

Kveðja Heiðdís “Regza” Guttormsdóttir.
-