Að læra að elska hestinn sinn upp á nýtt. *Greinasamkeppni* Síðustu tvö ár eru búin að vera einstaklega erfið í hestamennskunni hjá mér. Ég taldi mig hafa misst Þokka og Strák algjörlega en fékk þá svo aftur í febrúar í fyrra, þá var ég enganvegin meðvituð um það hve alvarleg meiðsli ég hafði hlotið, þó ég hafi lítið treyst mér á bak þá komst ég ekki að verstu meiðslunum fyrr en í að ég held maí, en þá fékk ég getnaðarvarnarsprautuna og sprautan hefur náð að snerta við óvirkri taug eða einhverju álíka, því í framhaldi af því fór ég að finna fyrir verkjum sem hafa verið nær samfelldir síðan. Þar sem ég hafði eitthvað komist á bak fyrir þann tíma hélt ég að ég hefði sloppið nógu vel til að fara í hestatengt nám í haust, sótti um námið reiðmaðurinn sem er nám frá Hvanneyri, sótti um hóp í mosó en náði ekki inn þar vegna fjölda og var boðið að fara í hópinn á Hellu sem ég tók.

Í september tók ég því inn, harkaði af mér og járnaði sjálf báða hestana, aðeins bráðabigðajárning sem kostaði líka þónokkuð mikla strengi og þreytu eftirá, Þokki er ekki sá auðveldasti í járningu fyrir byrjanda þó þolanlegur, en Strákur reyndist ekki hafa snefil af þolinmæði eftir fyrstu löppina. Afraksturinn varð því að ég gat ekkert spáð í ganglagi, hesturinn átti að vera útskeifur að aftan en endaði innskeifur, hefði átt að láta einhvern annan járna þarna þegar hann varð svona erfiður, en átti ekki efni á því og þurfti nauðsýnlega á því að halda fyrir námið að koma honum á járn svo að lokum var bara nelgt undir og vonað það besta, allavega nægði járningin fyrir fyrstu helgina í náminu og út mánuðinn. Vegna þreytu og verkja fór ég bara í gerðið stutt á þá báða og fór reiðtúr þegar ég var orðin betri af strengjunum.

Þegar ég lagði af stað í reiðtúr á Þokka fékk ég sjokk, um leið og hann fór uppaf fethraða á tölti var ég að farast úr verkjum, ég þrjóskaðist áfram lítinn hring, það var ljúfsárt að finna hve hlíðinn Þokki var, um leið og hann fór að auka hraðan og binda sig á tölti fór ég að stífna af verkjum og hesturinn hægði nær samstundis sjálfur niður, á baka leiðinni áhvað ég en miður mín yfir uppgötvuninni áhvað ég að prufa að leifa honum að brokka og það fór mun betur í mig. Þar með harkaði ég af mér og fór á Strák, mér til mikillar undrunnar og gleði gat ég setið hann án mikilla verkja.

Núna eru 5 námshelgar liðnar og sú síðasta var sú langbesta so far, allar þessar helgar hefur flutningurinn verið það mikið vandamál að það hefur hreinlega valdið meiri kvíða en eftirvæntingin fyrir helgunum, en núna er það breytt. Ekki vegna þess að ég hafi fundið betri leið til að flytja klárinn, þarf en að reiða mig á pabba sem hefur ekkert tímaskin eða tíma yfir höfuð í þetta, heldur af því síðustu námshelgi skipti ég aftur um hest. Núna er ég farin að þola að ríða út á Þokka aftur.

Fyrst var ég ekki viss hvernig þetta myndi ganga, en þar sem Strákur er ekki farinn að tölta nóg fyrir námið þá áhvað ég að reyna þann gamla aftur, þegar ég gat setið hann sæmilega verkjalítil þá áhvað ég að reyna alla vega eina helgi, bjóst ekki við góðum árangri þar sem Þokki er heiftarlega skapmikill yfir öllum fimiæfingum, en mér til mikillar undrunnar byrjaði hann eins kröftugur og hann átti til þegar hann var yngri þegar ég tók hann í notkun núna í byrjun jan, sem olli mér miklum kvíða vegna námsinns, en eining gleði yfir að gamli félaginn minn væri ekki farinn að hægja niður þrátt fyrir nær 2 ára pásu og að verða 17 í vor.

Þegar fyrsti tími helgarinnar byrjaði fékk ég nett áfall, við áttum að byrja á að vinna með krossgang og sniðgang, en sú vinna er sú sem hefur farið hvað allra allra mest í skapið á Þokka af öllum æfingum, þó það væri byrjað við hendi fór hann strax í vörn prjónaði ýtekað og svo óvænt sló hann til mín, langt frá mér að vísu og greinilega ekki eitthvað sem átti að hitta en mér stóð ekki á sama, en svo rosalega hræddur er hann við allt sem tengist krossgang eða sniðgang, síðast þegar farið var í þessar æfingar á námskeiði með honum prjónaði hann þónokkuð ógnvekjandi með mig á baki og framlappirnar nokkuð nálægt kennaranum sem stóð of nærri honum og ógnaði of mikið veifandi píski til að reyna að knýja hrossið til að krossganga nokkur skref. En með skýrari leiðbeiningum, örlítið breyttri og betri aðferð auk þess að kennarinn sá það sjálfur að Þokki var viðkvæmur og var um sig þegar hann kom nær en í 2 metra fjarlægð þá tókst fljótlega að ná hestinum slökum yfir æfingunum og stóð hann sig fljótlega mjög vel enda næmur og góður, en mestu skipti að við náðum óttanum úr honum yfir ábendingunum.

Þegar því var lokið var farið í stígandi ásetu, eitthvað sem ég átti erfitt með en var aðeins farin að ná fáein skref á Strák. Ég bjóst við að það gæti jafnvel verið auðveldara á Þokka þar sem hann væri svo grófur en takt góður á brokki, en strax og ég byrjaði kom upp vandamál sem ég hef ekki orðið vör við í 5 ár, Þokki gerði þetta þegar ég var að byrja að fá hann til að brokka en hætti þessu síðan, en ég hef ekki lennt í þessu á neinum öðrum hesti, hann hoppaði upp á fótinn, ekki á tölti heldur brokki! Ég stöðvaði hann og byrjaði aftur, aftur hoppaði hann uppá fótinn, eftir það bað ég um að fá að fara inn í hringgerði á honum og reyna að slaka hann niður og ná honum á almennilegt brokk, jú mér tókst það, en um leið og ég byrjaði að stíga kom upp sama vandamálið, eftir ýtrekaðar tilraunir var ég orðin verulega svekt út í klárinn hvað var í gangi? Að lokum áhvað ég að reyna bara að stíga brokkið þó hann væri hoppandi upp á fótinn. Fyrst gekk mér ekkert að komast í réttan takt en þegar ég ætlaði að setjast aftur í venjulega ásetu fann ég taktinn en náði ekki að halda honum, reyndi aftur rólegar og náði þá auðveldlega að stíga brokkið, eftir það var ég sennilega með þeim sem áttu auðveldast með það, alltaf á réttri skástæðu og allt, ástæðan var einfaldlega að þetta hopp uppá fótinn hjálpaði mér það mikið með ásetuna að ég fór að sjá samhengið með hvenær hann hoppaði upp á fótinn, þetta var einfaldlega viljandi gert til að koma mér á rétta skástæðu og auðvelda mér að stíga brokkið, ég prufaði reyna ekkert til að skipta yfir á rétta skástæðu milli hringa og viti menn hann ýkti þetta hopp sitt um leið hreinlega eins og hann sleppti úr takkti eða færi af brokki eitt andartak og stykki svo harkalega upp á fótinn og fór svo á venjulegt brokk.

Svo í lokin var farið í sniðgang á tölti, utan á hringgerði, ótrúlegt en satt var þessu tekið með algjörri ró af þeim gamla og var töltið nokkuð gott miðað við vanalega, og inn á milli komu alveg hrein skref. Ég hafði áður reynt að láta hann ganga sniðgang til að bæta töltið, en kunni þá ekki alveg nóg og vegna stífni hestsinns við æfingunni gerði það bara illt verra þá, en þarna var hann bara fínn.

Þrátt fyrir viðkvæmnina sem kom upp í Þokka þarna inn á milli, truflaðist mikið af hinum hestunum og svona gekk okkur talsvert betur en ég þorði að vona, þó Strákur sé frábær námshestur þá er Þokki og verður alltaf reiðhesturinn minn í mínum huga, hesturinn sem ég er öruggust á og þekki best og umfram það sá hestur sem þekkir mig betur en nokkur annar hestur og betur en flestir sem ég umgengst dags daglega, enda höfum við gengið í gegnum ýmislegt á þeim að verða 7 árum síðan við kynnumst.

Vegna þess trausts sem hefur byggst upp milli okkar áhvað ég að prufa að gamni að setja tauminn í nasamúlinn engöngu eftir að hinir voru farnir úr reiðhöllinni og ég orðin ein eftir, en þetta hafði ég prufað með sæmilegum árangri á Strák, Þokki bætti um betur, talsvert betur, hann hlýddi í einu og öllu svona, fékk hann til að ganga sniðgang utan um hringgerðið, það gekk ekki alveg eins vel og á mélum en þokkalega samt, þar að auki gat ég ekki sleppt því að prufa að leggja hann á skeið svona sem gekk bara ágætlega, en hann var einhvernveginn spenntari svona, skapmeiri þar sem honum var riðið kröfulaust á snúrumúl af hestaferðamanni í sumar, svo hann varð frekar pirraður á að fá á sig fullar kröfur eingöngu á nasamúlnum, en ég fann ekki fyrir þessari svakalegur breytingu og þegar ég prufaði mélarlaust beisli á hann fyrir 2 árum og sá gamli bara rauk, svo hann virðist sáttari við aðeins nasamúlinn.

Fyrir þessa helgi hafði ég talið að Þokki hefði þegar kennt mér allt sem hann gat kennt mér en svo var nú heldur betur ekki, svo núna hlakka ég mikið til næstu námskeiðshelgar, nú hlakkar mig til að vita hvort Þokki komi til með að kenna mér eitthvað meira.

Framtíðarplanið er að finna mín takmörk, sky is the limit, læra eins mikið og ég get í hestamennskunni, prufa sem allra mest, ég hef alla tíð eingöngu viljað þjálfa dýr, læra að skilja hegðun þeirra út frá sjónarhorni atferlisfræðings og læra að notfæra mér hana. Ég ætla mér fyrst að klára námið Reiðmaðurinn frá Hvanneyri, svo er spurning hvað maður gerir næst, mig langar á Hóla, en eins langar mig að læra meira af reynslunni, fara á námskeið hér og þar og geta milli þess gert það sem ég vil, mig langar að keppa meira í framtíðinni og eins langar mig að fara í langar hestaferðir, mig langar að rækta langferðahesta, flugvakra, vel rúma, með gott brokk, en með meðfæranlegan höfuðburð, fótaburðurinn verður að vera fallegur en ekki nauðsýnlega mikill. Mesta áherslu myndi ég því í ræktun leggja á þol mikla hesta, alhliða með gott brokk og skeið og góðan háls =)
-