Hestamenskan mín

Síðan ég var pínku lítil hef ég dýrka hesta. Mamma hefur sagt mér frá því að þegar ég var lítil, þá borðaði ég oft jógúrt sem var í svona fernu með allskonar íþróttamyndum framan á. Ég neitaði að borða jógúrtið nema hestamyndin snéri að mér!

Ef ég komst nánægt hestum þurfti ég að spjalla við þá og klappa þeim! Bara varð!
ef það var boðið uppá að teima mann á hestum varð ég að fara. Ég fór fyrsta skiptið á bak 1 árs gömul á 17 júní.
Síðan ókst að sjálfsögðu hestaáhuginn hjá mér meira og meira :D

En foreldrar mínir fannst alltaf voða skrítið hvað ég var með þennan rooosa áhuga þar sem það er enginn í fjölskyldunni minni sem eru með hesta eða aðgang að hestum eða neitt.

Síðan flutti ég með foreldrum mínum til Danmerkur þegar ég var nýbúin í 1 bekk.
en úti fáum við í skólanum bækling um hvað við getum gert, eins og sundnámskeið, skátaferð og alls konar og þarna er að sjálfsögðu er hestanámskeið, sem ég fór alveg hiklaust á!

við fórum í hestakerru reiðtúr og svo fengum við að fara á bak. Við fengum að velja okkur hesta, það vorum svona 10 hestar þarna allir í mismundandi stærðum og gerðum. Það þorði enginn á stærsta hestinn sem var þarna, Jörp arabísk meri sem hét Josephine. Ótrúlega falleg! Það þurfti smá stiga og reiðkennarann að lifta mér uppá hana! Rosa gaman að vera á svona stórum hesti.

Eftir þetta námskeið byrjaði ég á reiðnámskeiði þarna, fyrst á ljósri meri síðan fékk ég að fara á litla gráa meri sem var smá hrekkjótt en góð. Nema þegar 2 aðrar merar voru nálægt, þær 3 spörkuðu alltaf í hvora aðra.
Síðan fluttum við heim á ísland aftur. Þar fór ég einusinni í viku á hestbak hjá vinkonu mömmu og ég passaði fyrir hana í staðin. Ótrúlega gaman á þessum hesti, gamall hvítur hestur, hét Raggi og var 20-21 ára gamall. Keppti í minni fyrstu keppni á honum, lenti í 3 sæti af 8. Varð ótrúlega ánægð með það.

Sumarið eftir það fæ ég meri lánaða frá frænku minni þegar hún fór til útlanda í nám. Hriiiikalega leiðinleg meri! Í fyrsta reiðtúrnum rauk hún svo hrikalega langt með mig, held ég 2-3 kílometra. Enda var múllinn sem var með beislinu hennar var nagaður í sundur og ónýtur og taumurinn næstum því líka.
En ég tók hana á námskeið og gerði hana betri :D

Árið seinna fæ ég minn fyrsta hest, jarpskjóttann, hét Tangó. En hann varð svo hrikalega leiðinlegur. Ef þú settir hendina út á honum þá rauk hann afstað. Hrikalega óþægilegur hestur.
var bara með hann í mánuð eða meira.
Skipti um hest, fékk þá þennan flotta móálótta hest, Draupnir. En þar sem heppnin var ekki að fylgja mér, þegar ég var búin að eiga hann í 2-4 vikur var stigið á hann og hann varð drag haltur og ég gat ekki notað hann í meira en mánuð.

En ég er búin að eiga þennan hest síðan. Búin að keppa 7-8 sinnum á honum. Gekk fínt í barna flokki lenti í 3 sæti og ári seinna í 2 sæti. En þegar ég fór uppí unglingaflokk þá endaði ég seinustu 3-4 keppni í seinasta sæti. En það var líka bara því ég hef enga þjálfun nema eitt námskeið á ári sem er haldið hérna :p en það er auðvitað bara að taka þátt.

En síðan er ég búin að vinna í honum, fara á námskeið, og aftur einusinni á ári. Og bara reyna að gera eitthvað. Smá erfitt þegar maður hefur enga hjálp. Þar sem hann er brokkari og á það til að vera leiðinlegur að tölta.
En í fyrra keppti ég á móti og varð 2 inní úrslit og var ótrúlega sátt með (: en þar sem hann ákvað að vera með leiðindi í úrslitunum og ég lenti í 3 sæti. En var að sjálfsögðu sátt með það.
Síðan reyndi ég bara að gera betur árið seinna og þjálfa okkur bæði upp:)

Síðan núna í sumar kom keppnin aftur, ég tók þátt bara uppá gamnið, því ég bjóst að ég myndi ekki geta neitt almennilega í þessari keppni. En ég varð 3 inní úrslit. Í úrslitum gekk mér svo ótrúlega vel, og þessi ekki góði töltari minn sem hefur bara eina hraða stillingu á töltinu :p ég fékk 9,1 eða 9,2 og 8,9 í yfirferðinni á töltinu. (held nú samt að stigagjöfin hérna sé aðeins öðruvísi en fyrir sunnan þannig :p) Varð ekkert smá ánægð með það. Og við enduðum í 1 sæti :D


Síðan frétti ég að því í sumar að maðurinn sem seldi mér hestinn, hann seldi mér hann á 150 þús, að hann sæi eftir að hafa selt hann og það svona ódýrt. Og væri til að vera enþá með hann. Fannst voða gaman að heyra svona :D


En ég á hann enn, er að taka knapamerkin í menntaskólanum á ísafirði með hann. Þessi hestur er litla barnið mitt ^^


En í framtíðinni þá stefni ég á Hóla sem ég ákvað þegar ég var 9 ára :D


Ég veit þetta er frekar langt (a)