Upphaf minnar hestamennsku var líklega strax við fæðingu. Móðir mín átti þá einn gráann hest sem ég fékk að sitja á þegar ég var farin að halda jafnvægi. Hann hét Kópur og var ósköp yndislegur hestur og því mikil synd að það þurfti að lóga honum þegar ég var fjögurra ára.
Ég var þó komin með delluna og eina sem komst að voru hestar. Allt dót sem mig langaði í var einhvað tengt hrossum og einnig litaði ég og teiknaði einungis hesta. Ég var semsagt alveg dolfallin en því miður vildi mamma ekki halda áfram í hestunum. Það voru hross ávalt á sumarbeit nálægt mér og ég eyddi oft heilu sumarkvöldunum í að dáðst að þeim og spjalla við þá.. og þá meina ég að blaðra útí eitt um allt og ekki neitt :P Þegar ég var 12 ára varð ég afskaplega hrifin af leirljósri meri og eitt sinn tókst mér að komast á bak henni þegar hún stóð nærri rúllunni sem var í haganum þar sem haginn var ekki nærrum nógur fyrir þau. Ég prílaði af rúllunni á bak og strax þegar ég settist fékk ég þessa sterku tilfinningu að þetta væri það sem mig langaði að gera! Ég sat þó einungis á í nokkrar mínútur því hún röllti einhvað af stað og ég í mínum draumaheimi rúllaði af henni í grasið.
Þegar ég varð 13 ára komst ég á reiðnámskeið ásamt vinkonu minni í Víðidalnum. Ég dýrkaði að fá að koma sirka klukkutíma áður en tíminn hófst og hékk í hesthúsinu að spjalla við hrossin og var ekkert að flýta mér heim eftir hvern reiðtíma. Mér fannst þetta bara það æðislegasta sem ég komst í. Ég var þó ekki með stórt hjarta því þegar það átti að fara hraðar en fet datt mitt litla hjarta lengst niður í tá og ég var við það að míga á mig úr hræðslu þegar hrossið sem ég var á fór á brokk!! Ég lét mig nú hafa það en var samt logandi hrædd. Í 3ja reiðtíma datt ég af baki við það að annar nemandi reið harkalega utan í mig og ég bara valt eins og bolti af hestinum! Reiðkennarinn minn, sem var nokkuð sleipur í munninum, spurði mig þá hvort ég ætlaði heim að skæla eða bara skella mér aftur á bak og halda áfram! Ég auðvitað vildi ekkert fara að verða eins og kjáni fyrir framan alla og hentist aftur á bak og þá fyrst varð ég óhrædd, þar sem ég var þegar búin að detta og það var ekkert tiltökumál.
Ég fór að blómstra og vilja fara hraðar og hraðar uns ég var orðin þokkalega góð og örugg í hnakknum. Þá fór ég að væla í mömmu og pabba um að fá hest og úr því varð að ég prufaði hross hjá manni sem þau þekktu. Sú bölvaða trunta fór með mið sirka hálfann kílómeter en snéri síðan við og svínhrekkti og stakk sér í frekju! Mér tókst að festa fæturna í ísstöðunum og sat þar með föst á truntunni þar til hún stoppaði við húsið, að vonast eftir dýrindis heytuggu fyrir afrekið! Ég tognaði illa á rifbeinum og svaf sitjandi næstu mánuði eftir. Ekkert varð að frekari hestamennsku næstu árin..
Síðan 2006 kynnist ég unnusta mínum. Hann auðvitað á fullu í hestunum og ég fékk að koma á bak traustum kappa sem heitir Spakur. Hann var voða rólegur og yfirvegaður sem var akkúrat það sem ég þurfti en ég var enn með hjartað niðri tá og þorði ekki uppaf fetinu fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Ég var orðin svo logandi hrædd að þrátt fyrir að vita að Spakur minn væri 100% öruggur gat ég ekki gleymt því sem gerst hafði síðast. Það var vegna ýtni og þrjósku tengdapabba að ég komst áfram því hann sló í Spak í einum útreiðartúrnum um bakka Þjórsár. Ég var stessuð fyrstu skrefin en um leið og ég fann öryggið fór ég strax að sækjast eftir meiri ferð. Ég fór síðan að ríða öðrum hesti frá þeim sem var albróðir Spaks en árinu yngri og heitir Prins. Hann er glæsilegur jarpur gæðingur sem er minn reiðhestur í dag ásamt Spak. Hann er algjör tölt-maskína og við áttum strax samleið. Ég fór á honum ríðandi í réttir, dagstúra og fleira það sumar og haust og allt gekk frábærlega! :)
Veturinn 2007 þegar tekið var inn var ég enn full af öryggi og reið út eins og herforingi :) Ég var farin að ríða út með unnustanum þegar hann var á tryppum og alveg svona óhrædd. Síðan í einum útreiðartúrnum með tryppunum stekkur tryppið af stað og aftan í Spak minn, letirassinn sem er svo í sínum eigin heim stundum að hann tekur ekki eftir einu og neinu, að honum bregður og stekkur af stað á stökk. Ég náði ekki alveg að hægja á honum og þegar hann tók svo krappa beygju endaði ég á gerði til hliðar eins og klessa! Ég slaðist ekkert við fallið en varð svona logandi hrædd aftur, týpískt..
Ég var eins og mesta smábarn restina af vetrinum, að hangsa á fetinu og komast ekkert áfram fyrir hræðslu sem ég var þegar búin að ná mér uppúr einu sinni áður. Undarlegt að sjá ekki að það var ekkert að hræðast :P En já ég reið semsagt eiginlega ekkert út þetta árið og missti af réttum útaf gúnguskap.
Veturinn 2008 ákvað unnusti minn að nú væri mál að laga hlutina og keypti námskeið hjá Bryndísi reiðkennara á Selfossi. Þar fékk ég heldur betur spark í rassinn og þurfti að horfast í augun við að fá engu um ráðið hvort ég tæki uppá tölt eða ekki ;) Hún hjálpaði mér ómetanlega mikið og kenndi mér ýmislegt sem ég nota mér ennþá í ýmsum aðstæðum :) Ég var þó ekki búin með hrakfalla-tímabilið mitt því ég datt einu sinni af baki í tíma hjá henni, sem skildi eftir sig ekki meira en smá mar á lærinu. Ég fór síðan í 5 daga hestaferð um suðurlandið og lennti í minniháttar óhöppum á hverjum deginum, týpískt fyrir nýliða ;) Það var mikið hlegið af því eftir ferðina hvað mér tókst að koma mér í!
Þetta sumar fór ég mikið á bak og tengdist Prins enn meira sem mínum reiðhesti. Það þurfti aðeins að læra inná hann því greyið er með litla sál og finnst allt sem liggur í jörðinni (spottar, hríslur eða einhvað) vera ógnvægilegt og vill ekki stíga á það. Einnig er hann lafhræddur við lafandi taum og því þarf aðeins að passa sig kringum hann. Hann er þó hið mesta ljúfmenni og hefur minnkað þessa hræðslu mjög mikið með árunum. Ég fór einnig í réttir og það með meri sem unnusti minn var að temja það sumarið, hana Dömu frá Vatnsholti. :)
Veturinn 2009 gekk allt vel, ég hélt áfram að ríða út sem herforingi þrátt fyrir ýmis óhöpp. Ég prufaði gæðinginn hann Spegil sem unnustinn á. Það er algjör klettur, óhræddur og öruggur gæðingur en auðvitað lennti ég í því í fyrsta sinn sem ég prufaði hann að ég reið framhjá girðingu með nokkuð mörgum beljum í. Þær verða svo forvitnar þessar kusur að þær þustu að girðingunni með þessum svaka hávaða og látum að Spegill víkti aðeins til hliðar og ég, boltinn, hoppaði af og í grasið sem huldi stórgrýti. Það kostaði sjúkrabílaferð inná spítala! Ég fór þó heim með mar á rassinum :) Heppin þar.
Ég fór í hestaferð 2 það sumarið, gekk all svakalega vel og tókst á við ýmsar þrautir. Tildæmis að ríða hratt niður mikla brekku, einhvað sem er tröllvaxið í mínum augum ;) Ég missti þó af réttum því þær voru sama dag og foreldrar mínir giftu sig :)
Nú er ég búin að taka inn og flutt í Hlíðarþúfur í Hafnarfirði með hestana ásamt unnustanum. Mér finnst hverfið hérna frábært og umhverfið líka. Prins er ekki alveg á sama máli, finnst of mikið um tré og er ekki alveg búinn að venjast nýja staðnum :O :P Hann er svo sérstakur greyið ;) En Spakur er hinn sami og tekur ekki einu sinni eftir að við séum flutt :D
Ég stefni á að ríða norður á landsmót í sumar með hesthópnum og að sjálfsögðu unnustanum :) Veit ekki hvort ég ríði til baka suður en það kemur í ljós. Ég ætla mér að verða einhvað sýnileg á Prins inná velli í vetur, það verður forvitnilegt að sjá hvort hann virki þar einhvað en það vanntar ekki glæsileikann og hæfileikana í hann til þess. Ég stefni svo bara á að hafa hestana sem áhugamál, stefni ekki að því að læra neitt tengt þeim þó ég segji ekki að ég væri nú alveg til í að fara á framhaldsnámskeið svona bara til að læra meira sniðugt :) Er þegar búin að vera að æfa Prins í höfuðburðnum síðan 2009 og er hann orðinn frábær í því :) Hann kann líka krossgang og ég reyni að vera dugleg að nota hann því hann mýkist allur upp við það :) Ég er einhvað að fikta í að láta Spak gera þetta en ekki komin eins langt þar. Síðan hlakkar mér til að taka inn Kóp minn næsta vetur og temja :)
Já þetta er orðið heldur langt, vona að einhver nenni að lesa í gegnum þetta :$ :)