Sagan mín 
þetta byrjaði þegar ég veit ekki hvenar ég var alltaf að leika mér með litla leikhesta og mig langaði alltaf í stóran ljósan hest.
Ef það voru hestar eitthverstaðar sem ég sá þá, þá sat ég oft og var að horfa á þá.


En svo fór vinkona mín á reiðnámskeið þegar ég var held 8 eða 9 ára en þá var ekki laust pláss svo ég komst ekki en það gerði ekki mikið til því ég fór bara með í alla tímana og sat í rigningu og var að fylgjast með tímunum.
Svo sumarið eftir fékk ég að fara á námskeið og var það mitt fyrsta og það var svo merkilegt að ég og vinkona mín vildum alls ekki fá brúna hesta en því að við vorum bestu í hópnum okkar svo við fengum báðar stóra og brúna hesta og það var víst hlegið mikið af því.:/
Svo liðu næstu 2 sumur og við fórum á allavega 2 ef ekki 3 námskeið og lærðum við mikið á þeim.
Þegar ég var 10 ára fórum við til þýskalands, þar voru hestar <3 ég fékk að fara á hestana þar ótrúlega gaman.
En þegar ég var 12 ára vildi ég fá minn eigin hest og mamma og pabbi sögðu nei og því fór ég fúl úti þau, þau héldu að ég myndi ekki endast lengi því þetta var víst bara “bóla” í þeirra augum en ég elskaði hesta.
En þá bauðst mér það boð að vera hjálpa til í einu hesthúsinu og ég tók því boði og ég lærði svo ótrúlega mikið á því að ég veit ekki hvað ég lærði ekki þar.
Svo varð ég 14 og var að fara fermast þá var mér boðið að prófa hest, og já tók ég því nema mamma og pabbi sögðu að það myndi ekkert verða úr þessu.Þau sögðu að ég myndi missa áhugan en þetta er það sem ég vildi.
Ég fór á námskeið með þennan jarpa,stóra,pínufreka og besta hest og ég var bara ástfangin af honum svo ég bara áhvað að kaupa hann og þá snérist hugur þeirra (mömmu og pabba) og þau gáfu mér hnakk í fermingargjöf og reindar amma líka :).
þegar ég var búin að eiga hann í 8 daga (en búin að vera með hann í um 1 mánuð) þá ákvað ég að taka þátt í móti, sem ég var reindar ekkert spennt fyrir en mér gekk bara vel og endaði í 2, en ég verð að viðurkena það að ég vissi ekki að hann væri svona góður hehe <3.
Svo leið sumarið og ég varð að sleppa honum og núna er ég búin að taka inn (tók inn 12.des) og nuna er engin miskun :P hjá honum ; ) en ég er að hjálpa við tamningu á rosagóðum hesti og gengur ótrúlega vel og ég er búin að læra órtúlega mikið núna :D

Í frammtíðinni stefni ég á Hóla ; ) og það verður öruglega reint á það… svo langar mig lika að vinna við tamningar(hjálpa til) í sumar :D svo svona er hestamennstan mín :).