Upphaf minnar hestamennski, staða í dag og stefna framtíðar! Upphaf minnar hestamennsku og stefna framtíðar!

Þannig er mál með vexti að ég byrjaði að stunda hestamennsku þegar ég var 2 ára gamall. Þá kom fyrir að ég fékk að sitja fyrir framan pabba á honum Geisla. Fimm ára fór ég að ríða út án þess að teymt væri undir mér en þar má segja að hestamennskan hafi byrjað fyrir alvöru.
En það er nú þannig að í dag (það sem ég tel mig vera fyrir utan námsmann) er staðan sú að ég vinn við tamningar og hef gert frá því um haustið 2006. Þá tók ég að mér 5 tryppi og tamdi. Svo um veturinn þá gekk ég á milli húsa á Selfossi og tamdi en fékk ekki mikið að gera frekar en um haustið. Um sumarið fékk ég svo vinnu sem tamningamaður og þjálfari hjá Birni í Vorsabæ 2 á skeiðum. Það var fyrsta sumarið sem ég hef starfað við tamningar eingöngu. Ekki gekk nú mikið betur að fá hross haustið 2007 en eitthvað fékk ég þó. En svo fóru hjólin að snúast um veturinn þegar ég fór að ganga á milli húsa, allir í hverfinu vissu orðið af mér og ég hafði nóg að gera þrátt fyrir að anna allri eftirspurn. Var reyndar líka þann vetur aðstoðartamningamaður hjá Brynjari Stefánssyni. Þetta sumar 2008 vann ég við tamningar og þjálfun hjá Erling Péturssyni í Vatnsholti. Einnig var ég hjá honum um haustið þannig að ekki þurfti ég að berjast við að fá hrossin þá í tamningu. Um veturinn s.s. 2009 þá hafði ég svo mikið að gera í því að fara á milli húsa að möguleikinn var ekki fræðilegur að ég gæti annað öllu sem kom inn á borð til mín og sumir fengu bara ekki neitt auk þess sem ég var aðstoðarmaður hjá Brynjari. Síðasta haust fékk ég nóg af hrossum og aldrei hef ég verið með jafn stórann hóp af góðum hrossum með góðar ættir. Þar má nefna tryppi undan Dyn frá Hvammi, Álfasteini frá Selfossi, Rökkva frá Hárlaugsstöðum, Óskahrafni frá Brún, Huga syni og fleiri góðum hestum.
En eins og staðan er í dag þá er ég bara í skóla með þrjú hross í tamningu og þjálfun, og söluþjálfun. Einnig er ég með tvo hesta frá sjálfum mér til þess að leika mér að. Í framtíðinni langar mér að einbeita mér að því að skapa mér nafn sem tamningamanni og þjálfara. Það gæti nú reynst þrautinni þyngri en ég reyni eins og ég get. Í raun þá hefði mér langað til þess að einbeita mér að þessu bara núna strax en þar sem ég er ekki búinn með skólann þá held ég að það sé viturlegra að einbeita sér fyrst að því að klára hann. Hver veit nema maður fari svo á Hóla einhverntímann í framtíðinni en það verður tíminn að leiða í ljós. Stefni næsta sumar ef ég næ að sanka að mér hrossum að leigja mér aðstöðu fyrir 20-30 hross á húsi með beit fyrir þau yfir nóttina og um helgar.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)