Ég fór fyrst á hestbak þegar ég var svona 6 ára, þá fór mamma með mig upp í sveit þar sem ég var teymd í hringi. Þá kviknaði áhuginn á hestunum . Síðan þá var ég alltaf að væla um að fá að fara á hestbak eða fá minn eigin hest. Svo ári seinna þá fór ég á reiðnámskeið og fannst það frábært ! En næsta ár þegar ég var 8 ára þá flutti ég til útlanda og var því ekkert í hestunum í svona 2 ár. Þegar ég flutti aftur til landsins þá fór ég á fleiri reiðnámskeið fór í ferðir og talaði um lítið annað en hesta.

Svo þegar ég var 12 ára þá hringdi ég í reiðskólann og vildi fá vinnu þar en það var fullmannað fyrir sumrið svo ég auglýsti inn á hestafréttir eftir vinnu. Sama dag hringdi tamningamaður í mig og sagðist þurfa aðstoð með hestana. Ég var himinlifandi og byrjaði fljótlega að vinna þar. Þar byrjaði ég að moka, gefa og lærði að lónsera og taka í tvítaum. Ég held að langflest sem ég hef lært í hestamennskunni hef ég lært þarna… Ég fór samt ekki mikið á bak til að byrja með, þetta voru mest ótemjur eða mjög viljugir 5 gangarar, en hann kenndi mér að sitja rétt og fljótlega var ég byrjuð að hjálpa við að temja.

Seinna um sumarið fór ég upp í sveit að heimsækja vinafólk sem býr rétt hjá Mýrdal og eru þar með fullt að hrossum. Þar var hestur sem mér þótti mjög vænt um, þetta var ljós jarpur gullfalegur 12 vetra klár sem hét Funi. Hann hafði ekkert verið hreyfður í einhvern tíma en var samt í góðu formi. Heimsóknin endaði þannig að þau gáfu mér klárinn.:)

Ég var rosa spennt því tamningamaðurinn samþykkti að taka klárinn og járna og hjálpa mér við að temja hann.

Tveim mánuðum síðar sóttum við hestinn og keyrðum hann til Reykjavíkur. Svo þegar ég var að byrja að þjálfa hann þá virtist hann vera haltur. Við fengum dýralækni til að líta á hann og hesturinn Funi var komin með spatt..
Hann var sendur aftur í sveitinna, þar leið honum líka best held ég…



En annars hélt ég bara áfram hjá tamningamanninum og kynntist þar hesti, honum Lokk. Hann er brúnn með hvíta tví-stjörnu, fallegur og með mikinn vilja. Fyrst var ég svolítið hrædd við hann af því að hann er frekar stór og viljugur en svo þegar ég kynntist honum betur þá byrjaði ég að treysta honum og var mikið með hann. Hann kenndi mér mikið . Einn dag þá gerði tamningamaðurinn mér tilboð að ég gæti fengið Lokk með því að vinna í hesthúsinnu og temja.

Þannig nú á ég hest sem heitir Lokkur .

takk :)