Ég á lítinn bróður. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að ég trúi því að drengurinn gæti orðið helvíti laginn knapi. Hann er góður í íþróttum, hræddur við eiginlega ekkert og andskoti næmur. Hann vill ekki koma í hestamennskuna. Ég býð honum á bak og þá segir hann: ég skal koma með þér á bak ef þú ferð með mér í körfubolta. Hann er þannig búinn að segja sjálfum sér að hann eigi ekki heima á hesti nema að stóri bróðir fari með honum í körfubolta. Sem sagt, ef hann færi með mér á bak væri það á röngum forsendum. Í þau fáu skipti sem hann hefur farið á bak hefur honum leiðst því túrarnir hafa verið með íshestum og öðrum hestaleigum. Það er einfaldlega ekki gaman, eiginlega bara hundleiðinlegt. Ég er alltaf að segja honum að fara á námskeið því þegar hann er búinn með það getur hann farið að fara á bak á einhverjum minna hrossa en hann neitar (komdu með mér í körfubolta…). Hvað get ég gert? Ég veit að hann langar innst inni en….! Hjálp.