Grein þessi er flutt af Tips & trick dálkinum sem nú verður bráðum eytt, greinarnar verða fluttar í rólegheitunum svo þær taki ekki yfir forsíðu huga. Höfundur þessarar greinar Hestafrik hefur ekki skráð sig inn frá 15. Febrúar svo því mun ég taka að mér flutninginn, virkir notendur sem eiga greinar í Tips & Trick geta flutt sínar greinar sjálfir.


Í greinunum mínum sem ég mun senda inn á næstunni langar mig aðeins að deila með ykkur hinum það sem ég veit um hesta. Ég er auðvitað engin atvinnuhestamaður en það sem kemur fram hér hef ég lært af reynslunni og af því að lesa bækur eftir þekkta hestamenn eins og Pétur Behrens og Sigurbjörn Bárðarson ásamt fleirum.


Fyrst langar mig að tala um of lata hesta og of viljuga hesta.


Rétti viljinn er lykilatriði fyrir góðan hest. Ég er viss um að þið þekkið ekki mikið af gæðingum sem eru latir eða sem eru rokuviljugir. Á blaði fyrir dómara til að dæma vilja stendur að hestur á vilja fara áfram og vilja vinna fyrir knapann, viljinn á að vera eins og teygja sem er alltaf frekar strekkt og gefur vel eftir
en slitnar aldrei.
Það er ekki alltaf sjálfsagt að hestar hafi þennan “fullkomna” vilja. Stundum þarf að vinna til að ná fram þeim vilja sem er réttur fyrir hestinn og þá vinnu sem er krafist af honum. Hér eru nokkur góð ráð til að bæta viljann, láta hann verða meiri, eða minni.

Ef að hesturinn er latur þá er lykilatriði að leyfa honum ekki að vera með slakan taum, það má alveg gefa tauminn þegar nauðsynlegt er í öðrum æfingum en eins og á feti þá má helst ALDREI vera með slakan taum, hesturinn á að feta hratt og þið verðið að hvetja hann vel til að hann haldist á hröðu feti og sé vakandi, hesturinn má ekki sofna á verðinum, hann á alltaf að vera vakandi fyrir umhverfinu, hann má aldrei hengja haus. Ef að þið eruð með þetta á hreinu þá getið þið verið viss um að með þolinmæði og þrautseigju þá verður letibykkjan aðeins viljugari með hverjum deginum sem líður.

Nú, ef að þið stríðið við sama vandamál og ég, það að hesturinn ykkar sé lullari og latur og ég hef lesið að ef að hestar eru bundnir þá eigi að slaka taumum á feti, þá er betra að fá hestinn til að vera viljugari í staðinn fyrir að einblína á lullið, því um leið og hesturinn fær viljann þá verður hann hreinn af lullinu, veit ég af eigin reynslu.


Önnur aðferð sem hægt er að nota svolítið með lata hesta er að láta þá stökkva snarpa stutta spretti svona eins og einu sinni í reiðtúr mismunandi stöðum. Hestarnir verða miklu meira eftirtektarsamir og þeim finnst líka stuttir stökksprettir skemmtilegir og þeir hlakka yfirleitt til að fá að spretta aðeins úr spori.

Ég myndi líka endilega ekki leyfa þeim að brokka of mikið og þegar þið látið þá brokka að hafa alltaf gott taumsamband.

Þá er komið að of viljugum hestum, því að þeir eru til. Ef að þeir eru það viljugir að þið ráðið ekki við þá þá eru þeir sennilega svolítið of viljugir. Þeir verða að vera “teygjanlegir”.

Fyrsta mál á dagskrá er fetið eins og hjá lötum hestum en eins og svart er ólíkt og hvítt þurfum við allt aðra hluti fyrir ofviljuga hesta en lata. Þið þurfið að reyna að láta hestinn slaka vel á á feti, reyna að fá að slaka taumum án þess að hesturinn fari að hlaupa. Sumir hestar eru bara of strekktir og þurfa að vera einir, svo reynið að fara ein í reiðtúr og fá hann til að slaka á.

Annað mál er að nota stökk eins og hjá lötum hestum nema að í þessu tilfelli er betra að fara á hægt stökk og stökkva svolítið langa leið, það ætti að fá hestinn til að slaka svolítið á, auðvitið verðið þið að passa að ofgera hestinum ekki en ég get ábyrgst það að þetta virkar. Svo auðvitað má nú ekki gera hestinn latann þannig að þá má ekki ofgera þessu slökunardæmi en gott er að hafa þetta að leiðarvísi.

Bara muna að halda lötum hestum vakandi og ofviljugum hestum slökum. Svona fyrst þegar þið eruð að prófa þetta, svo má fara að far aftur í fyrra horf þó blandað við þessar aðferðir.

Vonandi var eins gaman að lesa þetta eins og það var að skrifa þetta.
-