Sagan mín Ég man eftir því fyrst sem mig langaði í hest, ég held að þetta sé eitt af þeim minningum sem ég man best síðan ég var það lítil..

Ég var 4 ára, og lá á dýnu frammi, mamma var hjá mér og ég sagði við mömmu : “Mamma, mig langar í hest, lítinn, svartan hest, sem ég get verið hjá alla daga” Mamma brosti og spurði : “Og hvar ætlarðu að hafa hann? Við þurfum að hafa hesthús fyrir hann og gras” þá svaraði ég “Ég geymi hann bara í herberginu mínu, og hann fær sér að borða út í garði”. Meira man ég ekki úr þessari minningu nema heila myndina, sem ég man ekki með orðum.

Þegar ég varð 8 ára, fór ég á reiðnámskeið, byrjandanámskeið. Það var Þyrill sem ég var hjá (Hann er hættur núna) og ég man hvað mér þótti spennandi að sitja á baki, ég lærði vel. svo einn daginn kom að því að við fórum í reiðtúr.
Það var rosalega gaman, síðan man ég sko vel eftir þessari risastóru, bröttu brekku, við fórum upp hana og fórum ofan í læk svo. Ég var ennþá svo lítil og máttlaus, og ný, að hesturinn minn, Askur, fór að drekka úr læknum (Askur er jarpur, doppóttur, aldrei vissi aldurinn) Ég reyndi að tosa tauminn upp með öllum kröftum, en svona lítill skítur eins og ég átti ekki neinn séns á þessu.

Svo á endanum náði ég því og við fórum yfir.. Síðar urðum við að snúa aftur, við fórum yfir lækinn og ein stelpa kom til mín og spurði : “Ert þú sú óheppna?” Ég svaraði á vísu ekki, og hafði hvort sem er ekki heilann í lagi þegar ég sá niður brekkuna, alla hestana á stökki og krakka (fleirtala) að falla af baki. Stelpan sagði : “Þetta verður ekki gott” Og það næsta sem ég vissi var að ég var á fleygi ferð niður í brekku, sem var eins og eilífð. Fyrst datt ég úr ístöðunum, ég öskraði ekki en var í sjokki, þegar ég fann fæturna fara úr ístöðunum brá mér svo að ég missti takið af taumnum, ég greip í faxið, en ég var svo lítil að ég rann af baki.
Ég græt þarna, þar sem ég gat séð 4 aðra krakka liggjandi og grenjandi nálægt mér. Um morguninn höfðu allir fengið skeifu, til að taka með sér heim, ég hafði setið hana í úlpuvasann og eins gott að naglarnir snéru út frá mér, hinsvegar var ég að drepast í bakinu, þar sem ég lenti illa á því.
Þegar ég kom heim, fór ég strax til mömmu þar sem hún var að gróðursetja og spurði hana hvort hún gæti litið á bakið á mér.
Hún gerði það og ég heyrði sjokkerandi í henni og spurði hvernig það er. Mamma sagði mér að það væri blámarið og mér leist ekki á blikuna.

Svo næsta sinn fór ég í reiðnámskeið, held ég næsta árið, og þar gekk allt vel. Svo fór ég á bak á rauðum hesti með litla stjörnu og frísmerki. Hún var 25 vetra og hét Sóley. Hún var hæg og hlýðin, góð í að gefa sjálfstraust.
Hún varð uppáhaldshesturinn minn og ég elskaði hana.
Svo kom seinasti dagurinn, þar sem allir áttu að hafa sýningu. (Sýning var þarna alltaf fyrir forelra og maður lærði mjög góð dressage tök þarna, samt ekkert piaffe, cross dót eða einhvað þanning)
Þegar við fórum á heimaleið, grét ég og vildi fá Sóleyu aftur.
Sóley var svo gömul, að hún var til sölu, á 20.000.
Frænka mín hefur líka áhuga á hestum, hún er eldri en ég og hún hefur oftar farið á námskeið.
Mamma og móðir hennar ákvöðu að vera með í að kaupa hestinn og hluti og hús fyrir hana, og eiga hana saman ef frænka líkaði vel við hana.

Ég beið og gat ekki beðið að vita eftir svari.
Svo fékkum við svar á sumarbústaði, þar sem við vorum á veitingastað, með sms-i..

Mér leið illa eftir það að svarið var nei, frænka vildi hraðan og viljugan hest.

Næst fór ég á “reiðnámskeið” Í Lukku í Vestmannaeyjum. Ég var 11 ára þá, en ég hafði samt verið á hestbaki á meðan. Reyndar var það eina sem hann gerði var að fara í reiðtúr í 7 daga eða einhvað. Fyrir 11 þúsund eða einhvað, þegar 2 vikur í almennilegu reiðnámskeiði var einhvað 10 þúsund..
En samt gerði ég þetta. Svo Hitti ég viljugan hest sem hét Asa. Ég var búin að afla nóg af trausti til að fara á hærra stig.
Asa var fín, svört með stjörnu.
Samt frekar mikið villt.
Ég varð eins og aðstoðarmaður hjá manninum. Þó að reiðnámskeiðið var búið fór ég oft á morgnana og kemba hestunum og gefa þeim vatn.

Næst fór ég þegar ég var 12 ára í reiðnámskeið þar sem Þyrill var, en nú var komið nýtt félag þar.
Þar var sko ekkert að æfa fyrir sýningu, samt var sýning, það var samt ekkert kennt um dressage, og án undirbúnings bara að gera einhvað á sýningunni, það fannst mér mjög asnalegt, þar sem ég var vön öðru.

Ég hitti hest þarna, Dúskur.
Dúskur var grábrúnn, ekki álóttur með enga sokka, svo að ekki misskilja.
Dúskur var tvístjörnóttur.
Alltaf þegar ég kom nálægt lyfti hann höfðinu og beið mín.
Svo einn daginn kom vinkona mín með mér, hún veitti mér góða lukku þennan dag..
Ég fékk að vera á Dúski og allir fóru í reiðtúr, og fóru leiðina sem ég fór þegar ég var á byrjandanámskeiðinu.
Ég var mjög ánægð eftir á, að ég var á heil á húfi og beðið eftir að takast á við þessa brekku aftur í 4 ár. Nú var verið að byggja hjá henni, og enginn lækur, allt var að fara í nútíma form, brekkan var ekki eins stór, þar sem ég hafði hvort sem er orðið eldri..
Ég elska Dúsk ennþá og það sama með alla hina hestana.

Samt er stór ótti um Sóleyu, sem er örugglega látin, greyið.

Asa og Dúskur voru bæði 18 vetra, held ég.

Svo sama sumarið, 12 ára, fór ég til Króatíu.
Þar fór ég 2 sinnum á hestbak.
1 skiptið var á brúnskjóttum hesti (fyrsta skiptið á skjóttum, og fyrsta skiptið á útlenskum) og þetta var svona Western Stíll
Frænka mín var með, hún var á stærska hestinum, rauður með stjörnu, vá hvað hann var stór =S
Frænka mín er semsagt miklu fallegari en ég og eldri, svo að pilturinn sem var með okku var allan tíman að tala við hana og skilja mig aftan eins og ég væri einhver skítur ársins
Fyrst tók mig jafnvel að venjast fetinu, þar sem ég hallaðist eins og brúða, sama með brokkið, en svo fórum við á stökk.. Það var eins tilfinning eins og ég hef alltaf fengið þegar ég dett af baki, svo að í fyrsta skiptið á hesti öskraði ég.
Þegar við vorum búin, fann ég fyrir kvíða..

Næsta dag vissi ég hvað þessi kvíði var, sem var ekki alveg beint kvíði, heldur frekar eldur í mér að takast á við þetta.
Svo næst fór ég ein þar sem einhvert þýst fólk var, ég fór á jarpa hryssu með stjörnu. Þar var english stíll.
Bara ég og reiðmaðurinn, og ég var ekki skilin útundan, við fórum á stökk, fyrst kom svona “Vó!” úr mér, svo að við prófuðum aftur og þá fór hesturinn minn á brokk, ég leit niður á fæturna til að athuga “Er þetta virkilega stökk?” Og þá fór hann á stökk og ég sagði “Vó” aftur, en svo náði ég þessu og við gerðum það aftur og aftur, maðurinn kenndi mér líka að fara eftir taktinum á hófatakinu á brokki, þar sem var svona hljóð í skeifunum.. “KLÍNG, klíng, KLÍNG, klíng” Svona hratt, en hann sagði mér að alltaf þegar stóra hljóðið kemur, átti ég að fara upp, svona “Hobb (niðri) HOBB (uppi)” =)

Svo er ég nýorðin 13 ára núna, og er ekkert búin að fara á hestbak þetta árið, þar sem það er hvort sem er nýbyrjað